Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hvað sátu menn lengi þegjandi yfir krosseignahaldi íslenskra fyrirtækja, fljótandi að feigðarósi ?

Pétur Blöndal er ágætur og hefur sýnt af sér sjálfstæði sem þingmaður að mörgu leyti en ábyrgð þingheims á því ástandi sem hér hefur skapast í íslensku þjóðlífi af fádæma vitundarleysi um þróun eins þjóðfélags í algölnu viðskiptaumhverfi fyrirtækja hér á landi er enn fyrir hendi.

Þar eru allir flokkar samsekir varðandi það hið sama vitundarleysi varðandi að ganga eftir því að eftirlitsstofnanir skyldu iðka virkt eftirlit.

Virkt eftirlit og upplýsing sem og tilkynningar um eigendasamsetningu fyrirtækja og tengsl hefðu átt að geta komið í veg fyrir þá þróun sem til varð.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Gegnsæ hlutafélög gegn krosseignarhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgafrjálshyggjan nær nýjum hæðum í stjórn Samfylkingar og VG.

Hagsmunir íslensku þjóðarinnar í heild, liggja ekki í aðild að Evrópusambandinu, það veit hver sá sem hefur kynnt sér þau hin sömu mál, öðru máli gildir um skammtímahagsmuni fyrirtækja hér á landi sem einungis eygja framtíð fyrirtækja í Evrópu einni, þrátt fyrir landfræðilega stöðu landsins, sem illa eða ekki hefur verið tekin með í reikninginn.

Í raun og veru eru það því meintir skammtímahagsmunir fyrirtækja sem þessi ríkisstjórn gengur erinda, á kostnað viðvarandi atvinnuleysis sem til mun verða í einu landi sé leið þessi valin með þeim breytingum sem hugsanleg aðild að Esb, myndi orsaka hér á landi.

Í mínum huga eru þeir stjórnmálamenn sem ekki treysta sér til þess að taka á innanlandsmálum og kalla á erlenda aðstoð þess efnis í þjóðfélagi sem telur þrjú hundruð þúsund manns, menn sem eiga lítið erindi á þjóðþingið sem fulltrúar almennings.

Samfylkingin samþykkti að breyta kvótakerfinu en vissi að hún myndi sleppa því að þurfa að standa við það með því að koma í gegn aðildarumsókn að Esb og þannig yrði málinu slegið á frest og menn kæmust hjá þvi að standa við flokksstefnuna.

VG, samþykkti þetta og hitt til þess að vera með í ríkisstjórn, jafnvel í algjörri andsstöðu við yfirlýsta stefnu frá stofnun og dansar með Samfylkingunni í öfgafrjálshyggju hinna dásamlegu markaða í Evrópu fyrir íslenskt atvinnulíf svo ekki sé minnst á styrkjakerfið.

Björgun bankanna er ofar björgun heimila í landinu og viðbótarálögur í formi skatta toppa alla skatta fyrri ríkisstjórna, langt fram aftur í öldina síðustu og er þó af nógu að taka.

Hafi ein sitjandi ríkisstjórn í landinu nokkurn tímann verið eins sambandslaus við almenning í sínum gjörðum, þá veit ég ekki hver toppar þessa.

kv.Guðrún María.

 

 


Hér talar utanríkisráðherra sem hefur samþykkt að breyta fiskveiðistjórnun hérlendis.

Af orðum ráðherra má ráða að reynsla okkar Íslendinga til þessa dags af auðlndastjórnun, þar með talið kvótakerfið sem enn er eins verði það sem ganga skal með til Brussel sem fordæmi.

Samt er það inn í stjórnarsáttmálanum sem Samfylkingin hefur samþykkt sem flokkur að breyta kvótakerfinu hér á landi. 

Gleymdi utanríkisráðherrann því hinu sama ?

úr fréttinni.

"  „Það er að sjálfsögðu reynsla okkar og þekking hvernig eigi að stjórna náttúruauðlindum. Ekki aðeins fiskveiðiauðlindinni, heldur einnig hvað varðar endurnýjanlega orku,“ sagði Össur á blaðamannafundi í Stokkhólmi í morgun "

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitjandi þingmenn hvar í flokkum sem standið, VAKNIÐ, og standið vörð um lögreglu.

Það er gjörsamlega óásættanlegt að stjórnvöld í landinu sinni ekki nauðsynlegri grunnvörslu laga í landinu og standi vörð um þá sem sinna því hinu sama hlutverki.

Þingmenn hvar í flokkum sem standa, oft var þörf en nú er nauðsyn að hugsa um innanlandsmál samhliða öðru sem viðkemur fjármálaóráðsíu allra handa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lögregla komst ekki í útköll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantrauststillaga á ríkisstjórn landsins, hlýtur að koma fram á Alþingi.

Ég tel að það sé aðeins tímaspursmál hvenær lögð verður fram vantrauststillaga á rikisstjórnina og mér kæmi ekki á óvart að það yrði við upphaf næsta þingfundar.

Enn koma fram ný gögn sem stjórnvöld virðast hafa kosið að stinga undir stól sem varpa enn frekara ljósi á samtengingu icesave og esb.

kv.Guðrún María.


mbl.is Minnisblað birt vegna ógildingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Telji íslensk stjórnvöld fráleitt að tengja Icesave og Esb, eru þau sambandslaus við almenning í landinu.

Stundum mætti halda að ráðamenn væru sambandslausir við sjálfa sig svo ekki sé minnst á þjóðina.

Hver og einn einasti maður sér það í hendi sér að aðildarumsókn að Esb áður en samningar um Icesave voru afgreiddir kalllaði á slík viðbrögð þjóða erlendis, og því ekki nokkur skapaður hlutur fráleitur í því efni.

Alveg sama hve oft utanríkisráðherra hefur samband erlendis, ekki var það opinber fréttatilkynning frá ráðuneytinu að virtist svo landsmenn hefðu getað séð hvernig þau hin sömu formlegu samskipti væru, enda ekki um gegnsæar stjórnvaldsaðgerðir að ræða.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur setji Jóhönnu stólinn fyrir dyrnar.

Á stundum finnst mér það að í stjórnmálum hér á landi undirgangist menn hvaða vitleysu sem kynsystrum mínum dettur í hug og ef kona er við stjórnvölinn verði til eins konar fáránlegur undirlægjuháttur á stjórnmálasviðinu af hálfu karlmanna gagnvart kvenmönnum í stjórnunarstöðum.

Það gengur ekki að setja þjóðina á vonarvöl til þess að eins að halda áfram með aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í formi samninga sem menn hafa heimskast til þess að koma með heim sem samninga.

Það gengur heldur ekki hjá Vinstri Grænum að ganga gegn eigin stefnumiðum og vanvirða stærsta huta kjósenda flokksins til þjóðþings.

Samfylkingin hefur nú endurspeglað sig sem ólýðræðislegan flokk sem telur sig geta haft vit fyrir þjóðinni, á eigin forsendum flokksstefnu sinnar og tilbúinn að framfylgja slíku með yfirgangi og frekju, áróðri og væli til skiptis.

Það er ljóst að formaður VG hefur ekki flokk sinn að baki sér til stuðnings við það að setja þjóðina á vonarvöll með samþykkt hina ómögulegu samningagerðar um Icesave og þá vart annað eftir en að slíta þessu stjórnarsamstarfi.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Hvorki fyrirvarar né frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers var búsáhaldabyltingin ?

Til þess að koma einum manni úr Seðlabankanum ?

Til þess að auka áhrif þegnanna við lýðræðislega ákvarðanatöku ?

Til þess að kjósa nýtt fólk við stjórnvölinn sem kann að virða meirihluta þjóðarinnar ?

Til þess að draga menn til ábyrgðar á ákvarðanatöku frá stjórnmálamönnum til fjármálamanna ?

Hverju áorkaði byltingin nema að koma hluta sömu ríkisstjórnar og var fyrir aftur til valda, ríkisstjórn þar sem Samfylkingin virðist hafa þurrkað út stefnu samstarfsflokksins eða sá hinn sami selt hana fyrir setu við valdataumana ?

Jú einn nýr flokkur komst á þing og annar þurrkaðist út, með fjögurra manna áhrif á þingi.

Breyttist eitthvað ?

Ekki í mínum huga.

kv.Guðrún María.

 


Vinstri Grænir slíti stjórnarsamstarfinu, og standi vörð um hagsmuni þjóðarinnar.

Ég hygg að það eina rétta sem Vinstri hreyfingin Grænt framboð getur gert nú er það að slíta núverandi stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna, í ljósi þess að samstarfsflokkurinn er nú þegar vanhæfur til frekari þáttöku um samninga vegna einhliða áhorfs á aðild að Evrópusambandi sem upphaf og endi allra gjörninga.

Það er enda nokkuð ljóst að samningur sá sem lagður hefur verið fyrir mun að öllum líkindum ekki , fá meirihluta í þinginu og eins gott fyrir land og þjóð að taka alla aðra flokka en Samfylkingu að stjórn landsins við þær aðstæður að hótanir frá öðrum þjóðum taki nú að berast þar sem blandað er saman aðildarumsókn að Esb og Icesavesamningum.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnatilbúnaður Samfylkingar er sá að " sjá hvað er í boði "......

Draumur Samfylkingarmanna varðandi umsókn að Esb, rættist þar sem svo virtist sem menn teldu að gull, reykelsi og mirra kæmi á silfurfati en þess í stað kemur nú bull, ergelsi og firra, vegna þess að Samfylking með forsvar í ríkísstjórn fattaði ekki að forgangsraða málum í þinginu eftir þjóðarhag heldur einungis samkvæmt stefnuskrá SF og mun því uppskera í samræmi við sáningu í því efni.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Jóhanna dregur Ísland í átt að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband