Öfgafrjálshyggjan nær nýjum hæðum í stjórn Samfylkingar og VG.

Hagsmunir íslensku þjóðarinnar í heild, liggja ekki í aðild að Evrópusambandinu, það veit hver sá sem hefur kynnt sér þau hin sömu mál, öðru máli gildir um skammtímahagsmuni fyrirtækja hér á landi sem einungis eygja framtíð fyrirtækja í Evrópu einni, þrátt fyrir landfræðilega stöðu landsins, sem illa eða ekki hefur verið tekin með í reikninginn.

Í raun og veru eru það því meintir skammtímahagsmunir fyrirtækja sem þessi ríkisstjórn gengur erinda, á kostnað viðvarandi atvinnuleysis sem til mun verða í einu landi sé leið þessi valin með þeim breytingum sem hugsanleg aðild að Esb, myndi orsaka hér á landi.

Í mínum huga eru þeir stjórnmálamenn sem ekki treysta sér til þess að taka á innanlandsmálum og kalla á erlenda aðstoð þess efnis í þjóðfélagi sem telur þrjú hundruð þúsund manns, menn sem eiga lítið erindi á þjóðþingið sem fulltrúar almennings.

Samfylkingin samþykkti að breyta kvótakerfinu en vissi að hún myndi sleppa því að þurfa að standa við það með því að koma í gegn aðildarumsókn að Esb og þannig yrði málinu slegið á frest og menn kæmust hjá þvi að standa við flokksstefnuna.

VG, samþykkti þetta og hitt til þess að vera með í ríkisstjórn, jafnvel í algjörri andsstöðu við yfirlýsta stefnu frá stofnun og dansar með Samfylkingunni í öfgafrjálshyggju hinna dásamlegu markaða í Evrópu fyrir íslenskt atvinnulíf svo ekki sé minnst á styrkjakerfið.

Björgun bankanna er ofar björgun heimila í landinu og viðbótarálögur í formi skatta toppa alla skatta fyrri ríkisstjórna, langt fram aftur í öldina síðustu og er þó af nógu að taka.

Hafi ein sitjandi ríkisstjórn í landinu nokkurn tímann verið eins sambandslaus við almenning í sínum gjörðum, þá veit ég ekki hver toppar þessa.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek alveg undir það Dóra.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2009 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband