Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Eitt mesta rugludallamálavafstur sem um getur á síðari árum.
Sunnudagur, 13. desember 2009
Allt hið mikla þref og málavafstur kring um meinta málverkafölsun hér á landi var einhvern veginn eins og sápuópera um tíma, og eftir allt tilstandið voru svo meintir málverkafalsarar sýknaðir.
hvað geta menn fundið til þess að rífast um næst ?
kv.Guðrún María.
Falsað eða ófalsað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öllum til hagsbóta.
Sunnudagur, 13. desember 2009
Það er mjög gott að fjármálastarfssemi hvers konar skuli krufin til mergjar og hvers konar meint óheilbrigð athafnasemi sé dregin fram sé um slíkt að ræða.
Því ber að fagna að rannsókn sem slík sé í gangi.
kv.Guðrún María.
Bretar hefja rannsókn á íslensku bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig dettur mönnum í hug að þvælast út í aðstæður sem slíkar ?
Sunnudagur, 13. desember 2009
Skal viðurkenna að ekki þekki ég málavöxtu alla og vel getur verið að þarna hafi verið um vana menn að ræða, EN af hverju eru menn að taka þessa áhættu ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Bjargað úr Steinsholtsá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaðan komu loftbólupeningarnir í íslenskt samfélag ?
Sunnudagur, 13. desember 2009
Jú þeir komu frá lögleiðingu framsalsheimilda kvóta millum útgerða af hálfu Alþingis á sínum tíma, þar sem á einni nóttu var hægt að selja og leigja aflaheimildir fram og til baka landið þvert og endilangt sem aldrei var söluvara áður.
Fjármálastofnanir hófu að taka veð í óveiddum fiski af Íslandsmiðum, öðru nafni kvóta, sem aftur þýddi enn meiri fjármálaumsýslu, og þegar fyrsti útgerðarmaðurinn seldi sig út úr kerfinu án þess að alþingismenn allra flokka æmtu eða skræmtu yfir því hinu sama, var hámarki hins heimskulega óþjóðhagslega skipulags náð.
Í fyrstu fóru útgerðarfyrirtækin á hlutabréfamarkað og lífeyrissjóðirnir ruku til og fjárfestu hægri vinstri í öllu heila klabbinu, en þegar arðsemin var ekki næg hurfu þeir á brott og fyrirtækin burt af markaði skömmu síðar.
Flest allir stjórnmálaflokkar dönsuðu með þessum Hrunadansi markaðsbrasks, sem enn er við lýði því það er vandi að hafa bein í nefinu til að vinda ofan af slíku og ekki á allra færi.
Fyrst er að viðurkenna mistökin, síðan að taka á þeim og umbreyta.
kv.Guðrún María.
Erlendar skuldir 295% af vergri landsframleiðslu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinstri stjórnvöld á villigötum öfgaaðferða, þarf ríkisstjórnin að segja af sér ?
Laugardagur, 12. desember 2009
Satt best að segja kemur mér það ekki á óvart hafandi tekið þátt í netumræðu lengi að slíkri aðferðafræði sé til að dreifa úr herbúðum vinstri manna hér á landi.
Það er til háborinnar skammar hve lágt menn telja sig geta lagst til þess að telja sig vera að þjóna tilgangi sinna sjónarmiða oft og iðulega.
Þetta hefur því miður ég endurtek því miður verið einkennandi á vinstri vængnum sérstaklega og heillar ekki svo mikið er víst.
Sé það svo að rekja megi slíka athafnasemi í stjórnarráðið, þá hlýtur málið af hafa flöt til þess að taka upp á Alþingi, þar sem tilraunir til þess að koma í veg fyrir lýðræðislegan rétt manna til þess að tjá skoðanir sínar er alvarlegur hlutur, ásamt því að tæki og tól sem sitjandi stjórnvöld hafa yfir að ráða, séu notuð og nýtt til þess hins sama.
kv.Guðrún María.
Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreinn Loftsson er stjórnarformaður Birtings.
Föstudagur, 11. desember 2009
Fann með smávegis upplýsingar úr fréttum um hver er ábyrgðarmaður fyrir Birting, sem og eignarhald.
" Innlent - þriðjudagur - 4.11 2008 - 21:40
Hreinn Loftsson, herforingi Baugs, kaupir DV og Birtíng
Vísir.is segir að félagið Austursel ehf, sem er í eigu Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi, hafi keypt útgáfufélagið Birtíng ehf. sem gefur út DV og fjölmörg tímarit.
Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi viðskipti var Stoðir Invest, sem er í meirihlutaeigu Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Austursel átti fyrir kaupin innan við 10% í Birtíngi.
Útgáfufélagið Birtíngur gefur út DV, heldur úti fréttavefnum dv.is og gefur að auki út 11 tímarit. Meðal tímarita félagsins má nefna Séð og heyrt, Gestgjafann, Hús & híbýli og Mannlíf.
Hreinn Loftsson er lögmaður og var um tíma stjórnarformaður Baugs þar sem hann er enn stjórnarmaður. Undanfarin misseri hefur aðalstarf hans falist í því að vera stjórnarformaður Birtings auk þess sem hann hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir feðgana Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson í Bónus, meðal annars í tengslum við Baugsmálið. Hefur hann stundum í gamni og alvöru verið kallaður herforingi Baugs.
Heimildir Eyjunnar herma að Hreinn hafi verið mjög afskiptasamur um daglegan rekstur Birtings. Hann hafi oft tekið ráðin af framkvæmdastjóranum Elínu Ragnarsdóttur í sambandi við ráðningar starfsfólks og brottvikningar. Þá er talið að náið samband sé á milli hans og Reynis Traustasonar ritstjóra og megi merkja það á skrifum DV og dv.is.
Hreinn reyndi á sínum tíma fyrir sér um framboð á vegum Sjálfstæðisflokksins, var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu um skeið en upp úr vinskap þeirra slitnaði í upphafi Baugsmálsins. Þá var Hreinn lengi formaður einkavæðingarnefndar ríkisins.
Elín Ragnarsdóttir og ritstjórarnir og feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, eiga lítinn hlut í Birtingi á móti Austurseli Hreins.
Fréttin um kaup Hreins Loftssonar á DV og Birtingi hefur verið staðfest á dv.is.
Þar er haft eftir honum: ,,Þjóðin þarf frjálsa fjölmiðla á þessum örlagatímum. Það er barist upp á líf og dauða en við treystum því að almenningur standi með blaðinu sínu. Haldi salan á DV áfram að aukast eins og gerst hefur undanfarnar vikur og mánuði er ég þess fullviss að blaðið eigi góða framtíð. Hann segir að vissulega sé rekstur Birtíngs, eins og annarra fjölmiðlafyrirtækja, erfiður í þeirri kreppu sem nú sligar íslenskt samfélag. ,,En það kemur dagur eftir svartnættið og ég trúi því að félagið verði sterkt þegar landið rís að nýju, segir Hreinn. "
þá veit maður það.
kv.Guðrún María.
Hver stjórnar vinsældum ríkisstjórnar í landinu ?
Föstudagur, 11. desember 2009
Fjölmiðlasamsteypukerfi flokkspólítikur hér á landi lætur ekki að sér hæða, eða hvað ?
Formaður Samfylkingarinnar er kosin kona ársins, en fyrir hvað ?
"
Birtíngur útgáfufélag
Birtingur gefur út DV, heldur úti fréttavefnum dv.is og er stærsti útgefandi tímarita á Íslandi
Markmið Birtíngs er að bjóða upp á ánægjulega skemmtun og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna með útgáfu vandaðra tímarita og dagblaðs þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Tímaritin eru öll í fremstu röð og hafa notið mikilla vinsælda íslenskra lesenda í áraraðir og sum þeirra hafa komið út í yfir 20 ár, s.s. Gestgjafinn og Mannlíf, og eru áskrifendur tímarita okkar stór hluti landsmanna. "
þetta finnst þegar gúgglað er á Nýtt lif.
kv.Guðrún María.
Jóhanna valin kona ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskiptasiðferðið á silfurfati ?
Föstudagur, 11. desember 2009
Ég man ekki betur en að hafa hlýtt á sama mann og hér er sektaður ótal sinnum sem álitsgjafa í útvarpi aftur og aftur um efnahagsmál og viðskipti í " góðærinu ".
Að mig minnir alltaf á sömu útvarpsstöðinni, síðdegis.
Að öðru leyti sé ég ekki betur en þessi dómur sé í samræmi við eðli máls, og löngu tímabær svo mikið er víst.
kv.Guðrún María.
Sekt fyrir að afhenda trúnaðarupplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikilvægt að almenningur fái að vita, hvaða þjónusta skerðist, hvar og hvenær.
Föstudagur, 11. desember 2009
Upplýsingar um breytingar hafa alla jafna verið af skornum skammti hér á landi, en nú þegar fyrirhugað er að skerða þjónustu við heilbrigði sem verið hefur til staðar, þarf að upplýsa um hvar og hvernig, hvaða þjónustu mun leggjast niður eða minnka.
Sjálf get ég ekki eygt hvernig hægt er að minnka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu í heild, sem ekki hefur tekist að byggja upp í samræmi víð fólksfjölda meðan magn af annarri þjónustu hefur verið niðurgreitt af hinu opinbera á sama svæði.
kv.Guðrún María.
Fylgjast með áhrifum efnahagsþrenginga á heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur Vinstri hreyfingin Grænt framboð selt sannfæringu sína, fyrir setu við valdataumana ?
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Öll framganga VG í málefnum icesave, svo ekki sé minnst á aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem er álíka, ber keim af því að flokkur þessi hafi selt sannfæringu sína fyrir setu við valdataumana.
Stefnumál flokksins eru fyrir bí, að mínu viti og nokkuð ljóst að flokkurinn muni ganga til liðs við Samfylkinguna fljótlega sem hefur einstefnumarkmið inngöngu í Evrópusamband að leiðarljósi með nokkrum mönnum utanborðs.
Þar fóru góð markmið fyrir lítið sem og hugsjónir þess fjölda fólks er kaus þennan flokk til þess að treysta því að innganga í Esb yrði ekki á dagskrá.
Því fyrr því betra sem þróun í átt að beinu lýðræði á sér stað hér á landi, þar sem hægt verður að koma í veg fyrir það að heilu flokkarnir í framboði gangi nær alfarið gegn eigin stefnu við það eitt að setjast við valdataumana.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)