Vinstri stjórnvöld á villigötum öfgaaðferða, þarf ríkisstjórnin að segja af sér ?

Satt best að segja kemur mér það ekki á óvart hafandi tekið þátt í netumræðu lengi að slíkri aðferðafræði sé til að dreifa úr herbúðum vinstri manna hér á landi.

Það er til háborinnar skammar hve lágt menn telja sig geta lagst til þess að telja sig vera að þjóna tilgangi sinna sjónarmiða oft og iðulega.

Þetta hefur því miður ég endurtek því miður verið einkennandi á vinstri vængnum sérstaklega og heillar ekki svo mikið er víst.

Sé það svo að rekja megi slíka athafnasemi í stjórnarráðið, þá hlýtur málið af hafa flöt til þess að taka upp á Alþingi, þar sem tilraunir til þess að koma í veg fyrir lýðræðislegan rétt manna til þess að tjá skoðanir sínar er alvarlegur hlutur, ásamt því að tæki og tól sem sitjandi stjórnvöld hafa yfir að ráða, séu notuð og nýtt til þess hins sama.

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta hlýtur að verða rætt á þingi eftir helgi og Indefence hljóta að kæra
þessa alvarlegu aðföru  að lýðræðinu úr sjálfu Stjórnarráði Íslands, Guðrún.
Svona kommúnisk vinnubrögð eru ekki líðandi, og það nú á sjálfri 21 öldinni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.12.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband