Hvaðan komu loftbólupeningarnir í íslenskt samfélag ?

Jú þeir komu frá lögleiðingu framsalsheimilda kvóta millum útgerða af hálfu Alþingis á sínum tíma, þar sem á einni nóttu var hægt að selja og leigja aflaheimildir fram og til baka landið þvert og endilangt sem aldrei var söluvara áður.

Fjármálastofnanir hófu að taka veð í óveiddum fiski af Íslandsmiðum, öðru nafni kvóta, sem aftur þýddi enn meiri fjármálaumsýslu, og þegar fyrsti útgerðarmaðurinn seldi sig út úr kerfinu án þess að alþingismenn allra flokka æmtu eða skræmtu yfir því hinu sama, var hámarki hins heimskulega óþjóðhagslega skipulags náð.

Í fyrstu fóru útgerðarfyrirtækin á hlutabréfamarkað og lífeyrissjóðirnir ruku til og fjárfestu hægri vinstri í öllu heila klabbinu, en þegar arðsemin var ekki næg hurfu þeir á brott og fyrirtækin burt af markaði skömmu síðar.

Flest allir stjórnmálaflokkar dönsuðu með þessum Hrunadansi markaðsbrasks, sem enn er við lýði því það er vandi að hafa bein í nefinu til að vinda ofan af slíku og ekki á allra færi.

Fyrst er að viðurkenna mistökin, síðan að taka á þeim og umbreyta.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is „Erlendar skuldir 295% af vergri landsframleiðslu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega allir nema Frjálslyndi flokkurinn, en eins og þú veist hefur sá flokkur barist hvað harðast gegn þessu óréttláta kvótabraski sem fjórflokkurinn hefur lagt blessun sína yfir. Stutt og stuðlað að, mismikið eftir atvikum.

Það er enginn flokkur á alþingi núna sem hefur nokkurn vilja til þess að breyta þessu óláns kerfi.

Kveðja Hafsteinn Þór.

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hafsteinn.

Já Frjálslyndi flokkurinn lagði af stað með göfugan tilgang í upphafi en þar urðu menn uppteknari af því að berjast innbyrðis um keisarans skegg hver við annan en að vinna saman að baráttu fyrir málefninu, þvi miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband