Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hver bannar Rafiðnaðarsambandinu að mótmæla opinberlega ?

Vonandi er ekki svo komið að einhver EIN RÉTT SKOÐUN, sé það sem menn eru að óska eftir úr ranni verkalýðshreyfingarinnar.

Satt best að segja er það nú svo að meira og minna hefur það verið þannig áratugum saman að hinir ýmsu leiðtogar í verkalýðshreyfingu hafa farið leiðitamir á sína bása og þagað allt eftir því hvaða flokkum og stjórnmálaöflum þeir hinir sömu tilheyra.

Er það slik þöggun sem Rafiðnaðarsambandið er að kalla eftir ?

Reyndar hefur ekki heyrst mikið frá Rafiðnaðarsambandinu frá því að meint vinstri stjórn tók hér við völdum eftir kosningar, hvað svo sem veldur, en mikið heyrðist frá þeim hinum sömu þegar meint hægri stjórn var við völd.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáir ekki talsmenn fjöldans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjöfin og uppbygging fiskistofna.

Það er gott mál að þingmenn fundi og fái skilmerkilegar útskýringar á niðurstöðum þeim sem komið hafa fram varðandi þorskinn kring um landið.

Ég tel að sannarlega væri það þarft að taka saman ráðleggingar um veiðar frá upphafi kvótakerfisins, sem og ákvarðanir ráðherra ár hvert, og bera saman við árangur af slíku í heild.

Er aðferðafræðin í lagi í ljósi árangurs, eða þarf að endurskoða hið vísindalega mat sem fram fer hér á landi ?

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Vilja fund um haustrall Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka þvi sem að höndum ber.

Lífið færir okkur mismikið í fang, þannig skrifast saga vor.

Hvað svo sem að höndum ber þá skiptir það máli að halda ró, og standa sjó, hvað svo sem það er sem við megum meðtaka hverju sinni.

Við getum þakkað fyrir að hafa góða heilsu, því án hennar gætum við ekki mikið gert.

Við getum þakkað fyrir að eiga vini og kærleika í kring um okkur.

Við getum þakkað fyrir að búa í landi, náttúrufegurðar allt um kring, hvert sem augað eygir.

Við getum þakkað svo margt, en gerum við það eða tökum við því sem sjálfsögðum hlut ?

Þessi bæn er mitt uppáhald bæna til þess að takast á við lífið hvern dag, án þess að ég hafi mátt þurfa að takast á við áfengi sem draug sérstaklega sjálf.

RIMG0031.JPG

 

 

Að hafa kjark til að breyta því sem þarf að breyta er eitthvað sem leitun er að nú á tímum, því miður, en vitið til þess að greina þar á milli, þarf einnig að vera meðferðis svo vel fari.

kv.Guðrún María.

 


Þeir koma af fjöllunum einn og einn,....

Flott hjá Mývetningum.

Manni dettur annars alltaf í hug stjórnmálin í þessu sambandi, því alvanalegt er að stjórnmálamenn ekki hvað síst við stjórnvölinn komi af fjöllum, varðandi hagi almennings í landinu á hverjum tíma.

Það eru nefnilega svo margar tröppur upp í Fílabeinsturninn og erfitt að eygja sýn þaðan niður, á hverju tröpputorgi svo ekki sé minnst á toppinn.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Jólasveinarnir komnir í Dimmuborgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju í ósköpunum, höfðu menn ekki vit á að breyta nafni bankans strax ?

Hafandi horft upp á flottræfilshátt bankanna við breytingar alls konar sí og æ í hinu meinta góðæri, er það ljóst að nafnbreyting ein og sér kostar fjármuni og það atriði að breyta nafni bankans nú hlýtur að kosta fjármuni.

Fróðlegt væri að fá það fram, hvað það kostar að breyta nafni bankans, sem og hvers virði menn telja ávinningin sem og hvers vegna í ósköpunum var ekki hægt að breyta nafni bankans strax og leiðir skildu við fyrri starfssemi ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Virðisrýrnun um 20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obb bobb bobb, nú eru góð ráð dýr !

Getur það verið að " skrattinn hafi hitt ömmu sína " þegar kemur að talnaflóði upplýsinga og endurskoðunaraðferðum þar að lútandi.

Það er ægilegt ef Evrópusambandið hefur ekki á sínu færi sérfræðinga til að greina hagtölur landbúnaðar hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tölur tefja ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fyrirhugaðar skattahækkanir hér á landi, eru þær verðbólguvaldur ?

Það er nú nokkuð forvitnilegt að menn virðast hafa áttað sig á því að kreppuaðgerðir kunni að valda enn frekari vandamálum en ella. 

Óhjákvæmilega vaknar spurning um ráðstafanir íslensku ríkisstjórnarinar í þessu sambandi, varðandi það atriði að hækka skatta í slíku árferði, með tilheyrandi víxlverkunum vísitölutenginga allra handa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Kreppuaðgerðir verðbólguvaldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðhnignun í einu samfélagi á norðurhjara veraldar.

Margur verður af aurum api segir máltækið og eru það orð að réttu og hvers konar tímabundin velsæld í formi gerviveruleika, hlýtur að afjúpa umbúðir fyrr eða síðar.

Maðurinn mun þurfa að taka til við að leita aftur að sjálfum sér og þeim gildisviðmiðum sem ganga gegn um aldir en ekki nokkur ár.

Ofgnótt fjármuna til handa örfáum veldur alla jafna misskiptingu auðs, í samfélögum eins og gerst hefur hér á landi, og tilheyrandi flokkun þjóðfélagsþegna í ríka og fátæka.

Samtímis ofgnótt peninga kann að verða til vitundarleysi um raunverulega verðmætasköpun, ásamt dofinni tilfinningu fyrir því hvað skiptir máli og hvað ekki.

Slíkt ástand litar samfélagið allt óhjákvæmilega, en þá kemur að því hvaða menn hafa bein í nefinu til andsvara gegn slíku og þora að ganga gegn straumnum.

Við þurfum ekki að fljóta sofandi að feigðarósi, ef maðurinn notar sitt vit og getu til að samhæfa eitt samfélag til nauðsynlegra verkefna í þágu almennings.

Núverandi stjórnkerfi hins opinbera hér á landi er illa samhæft til þess að þjóna verkefnum í þágu almennings og togstreita millum mismunandi aðila við stjórnvölinn, veldur sífelldum vandræðum í formi deilna og erja mestmegnis á sviði hins pólítíska kindabúskapar sem viðgengist hefur , þar sem hver flokkur markar sér sérsvið, blaðstýft aftan hægra eða sneitt aftan vinstra. Allir eru þeir í megindráttardilkum sammála um að viðhalda sjálfum sér með sín mörk og smala í réttina í hverjum þingkosningum þar sem dregið er í dilka.

Siðhnignun verður til þegar maðurinn sér ekki lengur skóginn fyrir trjánum.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Lítum okkur nær.

Þessi frásögn er hörmuleg svo mikið er víst.

Það er hins vegar stutt síðan Kastljós sjónvarpsins birti frásögn fatlaðrar konu hér á landi sem ekki hefur farið út úr húsi lengi, vegna þess að sú hin sama fær ekki nokkra einustu aðstoð, að virðist og öldruð móðir hennar hjálpar henni án þess að hægt sé að greiða henni umönnunarbætur af því hún er of gömul fyrir þær ( eins vitlaust og það nú er ).

ERU MARGIR ÍSLENDINGAR Í SLÍKUM AÐSTÆÐUM ?

Ef svo er þá þarf sannarlega að draga það fram í dagsljósið og skoða hvernig okkar velferðarkerfi virkar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sat í átta mánuði í stól þar til hann dó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setur ákvörðun um makrílveiðar í sjávarútvegsráðuneyti Íslands, aðildarviðræður við Esb í uppnám ?

Það er nokkuð sérstakt að sjá að ráðherra sjávarútvegsmála skuli hafa gengið eftir óskum útgerðamanna og stimplað makrílveiðar sem ákvörðun af sinni hálfu á Íslandsmiðum, áður en fundað er um veiðar þessar í Norðurhöfum.

Mér segir svo hugur um það þetta kunni að setja viðræður um aðild að Esb í verulegt uppnám þegar til kastanna kemur.

Ætli utanríkisráðherra hafi þar verið með í ráðum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is LÍÚ vill meiri makríl en Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband