Siðhnignun í einu samfélagi á norðurhjara veraldar.

Margur verður af aurum api segir máltækið og eru það orð að réttu og hvers konar tímabundin velsæld í formi gerviveruleika, hlýtur að afjúpa umbúðir fyrr eða síðar.

Maðurinn mun þurfa að taka til við að leita aftur að sjálfum sér og þeim gildisviðmiðum sem ganga gegn um aldir en ekki nokkur ár.

Ofgnótt fjármuna til handa örfáum veldur alla jafna misskiptingu auðs, í samfélögum eins og gerst hefur hér á landi, og tilheyrandi flokkun þjóðfélagsþegna í ríka og fátæka.

Samtímis ofgnótt peninga kann að verða til vitundarleysi um raunverulega verðmætasköpun, ásamt dofinni tilfinningu fyrir því hvað skiptir máli og hvað ekki.

Slíkt ástand litar samfélagið allt óhjákvæmilega, en þá kemur að því hvaða menn hafa bein í nefinu til andsvara gegn slíku og þora að ganga gegn straumnum.

Við þurfum ekki að fljóta sofandi að feigðarósi, ef maðurinn notar sitt vit og getu til að samhæfa eitt samfélag til nauðsynlegra verkefna í þágu almennings.

Núverandi stjórnkerfi hins opinbera hér á landi er illa samhæft til þess að þjóna verkefnum í þágu almennings og togstreita millum mismunandi aðila við stjórnvölinn, veldur sífelldum vandræðum í formi deilna og erja mestmegnis á sviði hins pólítíska kindabúskapar sem viðgengist hefur , þar sem hver flokkur markar sér sérsvið, blaðstýft aftan hægra eða sneitt aftan vinstra. Allir eru þeir í megindráttardilkum sammála um að viðhalda sjálfum sér með sín mörk og smala í réttina í hverjum þingkosningum þar sem dregið er í dilka.

Siðhnignun verður til þegar maðurinn sér ekki lengur skóginn fyrir trjánum.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Góð grein hjá þér eins og svo oft og mættu margir lesa þessa grein þína.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 04:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Taumlaus græðgi dregur alltaf með sér siðhnignun Guðrún María. Og ekki veitir af að benda fólki á að halda vöku sinni.

Árni Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband