Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Pólítísk íhlutun og hótanir af hálfu þessa ríkjasambands, ætlar ríkisstjórnin að sitja þegjandi ?

Evrópusambandinu kemur nákvæmlega ekki neitt við um það sem Alþingi Íslendinga hefur til meðferðar hverju sinni, meðan þjóðin er ekki hluti af sambandi þessu.

Hér er því um að ræða í fyrsta lagi, grófa pólítíska íhlutun, og í öðru lagi hótanir varðandi umsókn sem sett hefur verið af stað.

Bregðist stjórnvöld í landinu ekki við fregnum sem þessum eru þau einfaldlega vanhæf við valdataumana.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð þjóðarinnar í höndum forseta Íslands.

Forseti vor hefur nú tækifæri til þess að sanna sig sem fulltrúa þjóðarinnar í heild, og vísa lögum um icesave til þjóðarinnar.

Slikt yrði til þess að Alþingi yrði að gjöra svo vel að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess að framkvæma synjun forseta í þessu sambandi, að öllum líkindum.

Forseti mun væntanlega fresta öllum ferðalögum þegar kemur að afgreiðslu máls þessa, þannig að hann geti brugðist við, með viðeigandi hætti.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þessi ríkisstjórn að toppa fyrri ríkisstjórnir, um illa samhæfðar athafnir ?

Umsókn um aðild að Esb, og síðan icesavemálið er og verður afdalaléleg forgangsröðun mála eins þjóðfélags, hvað varðar verkefnaröðun sitjandi ríkisstjórnar eftir hrun fjármálakerfis í einu landi.

Samfylkingin var ekki að hafa fyrir því að spyrja fólkið í landinu um vilja til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, heldur hóf sína stjórnarþáttöku á því að þjóna sínum sérstöku flokksmarkmiðum, flokksins sjálfs um slíkt. Sami flokkur og gumar sig mjög af samræðupólítík og lýðræðislegum aðferðum.

Heimilin og fólkið í landinu hefur beðið og bíður enn eftir raunverulegum aðgerðum sem stjórnvöld munu hljóta að þurfa takast á við varðandi skuldaleiðréttingu fólks og fyrirtækja.

Svar ríkísstjórnar þessarar er það að hækka skatta á sama tíma og viðhalda nær sömu ríkisumsvifum, líkt og fólk og fyrirtæki séu þess umkomin að bæta við álögum, hvað þá að slíkt sé til þess fallið að auka innspýtingu í hagkerfið.

Einnig virðast ríkisbankar vera að semja við þá sem hér voru helstu útrásarvíkingar um það að koma aftur að rekstri fyrirtækja áfram þ.e fákeppni og einokun allra handa eins og áður var við lýði í hinu meinta markaðsþjóðfélagi sem fór úr böndunum með hruni.

Voru það sömu markaðsöfl sem komu núverandi ríkisstjórnarflokkum að valdataumum ?

Hvað ætti þá að breytast til framtíðar, spyr sá sem ekki veit ?

kv.Guðrún María.

 

 

 


Við hvað starfaði Exeter Holding ?

Ég verð að játa vanþekkingu mína á því hvers eðlis Exeter Holding kann að hafa haft með að gera hér á landi.

Ekki hefði nú verið verra að slíkt kæmi fram í þessari yfirlýsingu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfirlýsing frá Ágústi Sindra Karlssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þingheimur að bjóða sinni þjóð þessa afarkosti ?

Það er mjög fróðlegt að fá fram samhengi skuldabyrðinnar eins og kemur hér fram í máli þingmannsins í þessari frásögn.

Í raun og veru er það stórfurðulegt að sitjandi ríkisstjórnarflokkar í landinu skuli ekki hafa haldið reglulega blaðamannafundi til þess að útskýra alla þætti þessa máls.

Flokkar sem þykjast vilja viðhafa gagnsæi athafna til framtíðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gæti sagt svo margt og mikið......

Ég gæti sagt svo margt og mikið

mælt í hljóði, hafið raust.

Þótt í burtu þyrlist rykið,

það kemur aftur endalaust.

 

Minni vinnu, minni skatta,

meiri tíma til að sjá,

hvernig megi loksins fatta,

að þurfa ekki að borga þá.

 

Alveg sama á hvern veginn,

okkar lögum verður breytt,

alltaf mun það saga segin,

sumir borga aldrei neitt.

 

Meðan stjórnvöld reikna og reikna,

reyna að finna hagkvæmni,

situr Páll með Pétri að teikna,

notað tap með nákvæmni.

 

Því kanski er best að tapa, tapa,

tapa öllu ef þörf er á.

Eignast með því einu að hrapa,

auð sem enginn fær að sjá. 

 

 

( gamlar vísur úr skúffunni síðan 1995, er ég bjó á Nesinu og eina sem mér dettur í hug í sambandi við þessa frétt. )

kv.Guðrún María.


mbl.is Arion fær tilboð um 1998
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga erinda hagsmuna launafólks í landinu.

Tek undir orð formanns verkalýðsfélagsins á Akrannesi varðandi það atriði að hann og aðrir sem hafa gagnrýnt ýmislegt innan raða verkalýsmála, ganga erinda meginþorra launamanna í landinu, aðrir ekki.

Verkalýðshreyfingin hefur hægt og sígandi fjarlægst tilgang sinn og markmið, og ástundað alls konar samkrull við vinnuveitendur og stjórnvöld með tilgangslitlum samkomulagsyfirlýsingum allra handa sem engu ég endurtek engu hafa skilað launafólki í landinu á undanförnum árum.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Einangraðir frá klíkunni en ekki félagsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru rök fyrir verðtryggingu brostin.

Það er kominn tími til þess að hið háa Alþingi taki á sig rögg og afnemi verðtryggingu eins og skot, og komi hér á einhverjum raunveruleika í hinu íslenska efnahagsumhverfi.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rök fyrir verðtryggingu brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt, hafa Hagar styrkt núverandi ríkisstjórnarflokka sem ráða hlut í bankanum ?

ER ekki ágætt að skoða í þessu sambandi styrkveitingar til stjórnmálastarfssemi undanfariin ár í ljósi þess hvort hugsanlega kunni að vera um að ræða " pólítíska spillingu " í þessu sambandi.

Hver mótar verklagsreglur ?

Eru það ekki eigendur og þar hljóta sitjandi ráðamenn að koma að því borði, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Össur kynnt sér íslenskan sjávarútveg með sams konar ferðalagi ?

Seint mun ég gleyma því í kosningabaráttu 2003, þegar Össur og Ingibjörg voru svokallað tveyki SF, í þeim kosningum þar sem kvótakerfið var ofarlega á baugi.

Framlag Össurar þá var ein grein í Mogganum um frjálsar krókaveiðar að mig minnir og fannst mér það vægast sagt lélegt.

Framlag Ingibjargar í umræðuna þá var svo sem ekki öllu meira, og hún virtist koma af fjöllum sem jólasveinn um íslenskan sjávarútveg meira og minna, en síðar fór hún í ferðalag með sáttagjörð til LÍÚ, þar sem ýmsum samflokksmönnum var nóg boðið.

Það er því áleitin spurning hvort utanríkisráðherrann hafi kynnt sér eins vel málefni íslensks sjávarútvegs, og hann virðist vera að gera utan landsteinanna ?

Skyldi þetta ferðalag vera í boði ESB ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband