Framtíð þjóðarinnar í höndum forseta Íslands.

Forseti vor hefur nú tækifæri til þess að sanna sig sem fulltrúa þjóðarinnar í heild, og vísa lögum um icesave til þjóðarinnar.

Slikt yrði til þess að Alþingi yrði að gjöra svo vel að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess að framkvæma synjun forseta í þessu sambandi, að öllum líkindum.

Forseti mun væntanlega fresta öllum ferðalögum þegar kemur að afgreiðslu máls þessa, þannig að hann geti brugðist við, með viðeigandi hætti.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún það kæmi mér mjög á óvart ef hann vísar þessu til þjóðarinnar, þessi maður er fyrst og fremst pólitískur forseti.

Reyndar er þessi maður óvitlaus og tækifærissinnaður þannig að hann gæti svo sem vísað þessu til þjóðarinnar, hann missir allt traust þjóðarinnar ef hann gerir það ekki. nóg er nú samt.

Kveðja Elli

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Elli.

Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur, hlýtur forsetinn að gaumgæfa mál þetta vel. Það er rétt, traust mun vart verða til staðar, rúlli mál þetta í gegn athugasemdalaust.

góð kveðja. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.11.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband