Ætlar þessi ríkisstjórn að toppa fyrri ríkisstjórnir, um illa samhæfðar athafnir ?

Umsókn um aðild að Esb, og síðan icesavemálið er og verður afdalaléleg forgangsröðun mála eins þjóðfélags, hvað varðar verkefnaröðun sitjandi ríkisstjórnar eftir hrun fjármálakerfis í einu landi.

Samfylkingin var ekki að hafa fyrir því að spyrja fólkið í landinu um vilja til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, heldur hóf sína stjórnarþáttöku á því að þjóna sínum sérstöku flokksmarkmiðum, flokksins sjálfs um slíkt. Sami flokkur og gumar sig mjög af samræðupólítík og lýðræðislegum aðferðum.

Heimilin og fólkið í landinu hefur beðið og bíður enn eftir raunverulegum aðgerðum sem stjórnvöld munu hljóta að þurfa takast á við varðandi skuldaleiðréttingu fólks og fyrirtækja.

Svar ríkísstjórnar þessarar er það að hækka skatta á sama tíma og viðhalda nær sömu ríkisumsvifum, líkt og fólk og fyrirtæki séu þess umkomin að bæta við álögum, hvað þá að slíkt sé til þess fallið að auka innspýtingu í hagkerfið.

Einnig virðast ríkisbankar vera að semja við þá sem hér voru helstu útrásarvíkingar um það að koma aftur að rekstri fyrirtækja áfram þ.e fákeppni og einokun allra handa eins og áður var við lýði í hinu meinta markaðsþjóðfélagi sem fór úr böndunum með hruni.

Voru það sömu markaðsöfl sem komu núverandi ríkisstjórnarflokkum að valdataumum ?

Hvað ætti þá að breytast til framtíðar, spyr sá sem ekki veit ?

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband