Frelsi einstaklingsins og samfélagslega ábyrgðin.

Endursýning sjónvarps á spjalli við Milton Friedman, var afar áhugaverð, ekki hvað síst fyrir þau skoðanaskipti sem þar áttu sér stað af hálfu fræðimanna okkar í þættinum, Björns, Stefáns og Ólafs. Að hluta til fannst mér prófessorinn ekki koma með haldbær rök til móts við þá Ólaf og Stefán undir það síðasta, hvað varðar það atriði að mikilvægi þess að stjórnvöld hafi fyrir það fyrsta vald til að stíga á bremsur og stýra ákveðnum atriðum er aftur stuðla að efnahagslegu jafnvægi eins þjóðfélags svo sem í formi atvinnustefnu og skattastýringar.

Þar gilda ekki sömu lögmál um þjóðfélög er telja milljónir manna sem íbúa og þjóðríki sem ekki hafa íbúa innan við hálfa milljón manna.

Þetta var annars mjög fróðlegt og vonandi að sjónvarpið finni meira af slíku efni á sinni könnu til endursýningar .

kv.

gmaria. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekið undir með þér Guðrún María að það var fróðlegt að horfa á þennan gamla þátt með Friedman heitnum, en fróðlegast þótti mér þó að upplifa hvað fræðimennirnir íslensku voru pólitískir (þeir eru það kannski enn?) og höfðu lítinn skilning á viðfangsefninu.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband