Framkvæmdastjóri L.Í.Ú. gumar af aðgerðum stjórnvalda til verndar hafsbotnsins.

Viðtal við framkvæmdastjóra Landssambands Íslenskra Útgerðarmanna vakti athygli mína þess efnis að sá hinn sami sagði það ekki rétt að stjórnvöld hefðu ekkert að gert hvað varðar vernd gegn botnvörpuveiðum á hafsbotni.

 Hvað á hann við og hvenær og hvernig kom það til að stjórnvöld létu sig mál þetta varða allt í einu sem breytingar á hinu annar alfullkomna kvótakerfi til þessa.

Jú á haustdögum nú árið 2006 er að finna allt í einu alveg óvænt fullt af reglugerðum frá ráðuneyti sjávarútvegs um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á afmörkuðum svæðum hér og þar í kring um landið .

Mjög sérstakt að þessar reglugerðir skuli koma alveg óvænt allar á sama tíma af hálfu viðkomandi stjórnvalda sem ekkert hafa séð athugavert til þessa en henda síðan fram fullt af reglugerðum úr ráðuneytinu sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtakanna LÍÚ er væntanlega nú að nota máli sínu til stuðnings.

 Ég spyr um öll árin áður en árið 2006 kom til ?

 kv. gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú aðeins við!!!!

Það eru í gildi fjölmargar reglugerðir (hólf) þar sem veiðar með fiskibotnvörpu eru bannaðar og hafa verið það í áratugi.

Reyndar eru til viðbótar í lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ákvæði þar sem botnvörpu-veiðar eru bannaðar (eftir skipastærð og sk. aflvísi).

 Í nokkrum reglugerðarhólfum eru veiðar með fiskibotnvörpu heimilaðar með skilyrðum þ.e. að nota þarf smáfiskaskiljur og það eru þessar reglugerðir sem breyttust í sumar á þann veg að notkun á 155 mm poka ásamt fleiru veitir sama rétt og smáfiskaskiljur.

Guðmundur Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 10:34

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir komu

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband