Kosningar um aðildarviðræður að Evrópusambandi verði settar samhliða sveitarstjórnakosningum að ári.

Það er mikilvægt að ný ríkisstjórn hefji ekki starf sitt við það að búa til deilur um aðild að Evrópusambandinu, en setji málið í far þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður sem framkvæma má samhlða sveitarstjórnakosningum að ári.

Annað er ábyrgðarleysi við þær aðstæður sem knýja á um að stjórnvöld einbeiti sér að vinna að í þágu þjóðarinnar við þá stöðu sem islenska þjóðarbúið stendur frammi fyrir.

Nú reynir á það atriði hvort vinstri flokkarnir eru þess umkomnir að axla ábyrgð við stjórnvölinn við erfiðar aðstæður án þess að falla í þann pytt að nota og nýta deilumál til þess að draga athygli frá erfiðri ákvarðanatöku ýmiss konar.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér Guðrún María

Óttast samt að vinstri stjórnin haldi áfram að setja upp leikrit til að fela ráða og getuleysið, það verður bara haldið áfram að bíða eftir því að ástandið lagist með tímanum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.5.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Þorsteinn Valur, sennilega hefur þú rétt fyrir um þetta.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband