Við getum betur.

Þeir sem hafa horft gagnrýnum augum á þá þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi undanfarna áratugi, eru ef til vill ekki eins undrandi á því sem nú hefur komið á daginn.

Vissulega voru utanaðkomandi atriði eins og viðbrögð Breta til þess að skella öllu enn frekar um koll sem hægt var að skella, en það er ánægjulegt að aðkoma IMF virðist ekki þýða samkvæmt þvi sem enn er vitað að gengið verði einhliða að skilyrðum Breta sérstaklega.

Við þurfum hins vegar að vanda okkur Íslendingar í framhaldinu og við getum margt, mjög margt svo fremi menn sitji ekki pikkfastir í endurskoðunarleysi því sem viðvarandi hefur verið of lengi um of margt í okkar samfélagi.

Þar hefur vægast sagt skort sýn á aðferðir þar sem hampað hefur verið hinni meintu hagkvæmni eins þjóðfélags í fiskveiðikerfi sem þó engin var þegar upp er staðið í raun með loftbólupeningum í umsýslu braski með óveiddan fisk úr sjó.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að við Íslendingar komum að hverju einasta starfi við allan veiddan fisk af Íslandsmiðum hvers eðli sem er og núverandi flokkar við stjórnvölinn hljóta að gera sér grein fyrir því atriði.

Íslenskur landbúnaður er vel í stakk búinn tæknilega til þess að framleiða hágæða matvæli en framleiðslu gæti þurft að auka frá því sem nú er og kalla fleiri bændur að störfum í atvinnugreininni, ásamt því að nýta það land sem til staðar er.

Við erum vel í stakk búin miðað við aðrar þjóðir hvað varðar orku til eigin þarfa sem og atvinnusköpunar þar sem þekking við nýtingu þessa er og verður verðmæti fyrir okkar þjóð áfram.

Við höfum mannauð og menntun sem okkur mun nýtast til framþróunar og atvinnusköpunnar í framtíð.

Við munum koma okkur út úr tímabundnum áföllum Íslendingar, það er engin spurning.

ÁFRAM ÍSLAND.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband