Íslendingar munu ekki lifa á óveiddum fiski úr sjó.

Fyrirkomulag fiskveiða undanfarna áratugi hér á landi er sorglegt dæmi um þjóðhagslega verðmætasóun frá upphafi til enda, þar sem stjórnvöld hafa allan þann tíma látið hjá líða að skoða þá annmarka sem kerfisfyrirkomulagið óhjákvæmilega inniheldur.

Menn hafa þegjandi horft á hrun landsbyggðarinnar, þar sem atvinna hefur í stórum stíl verið færð á brott á einni nóttu, líkt og slíkt væri eðlilegt.

Slík tilfærsla atvinnu sem þar var á ferð hefur þýtt hreina eignaupptöku íbúa í sjávarþorpum allt í kring um landið og með ólíkindum að það óréttlæti skuli ekki hafa verið hægt að draga sterkar fram á stjórnmálasviðinu.

Allur sá tilgangur og þau markmið sem finna má í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða hefur snúist upp í öndverðu sína, s.s. það að byggja upp verðmesta stofninn, og viðhalda byggð í landninu.

Þótt ekki hafi tekist að byggja upp stofninn samkvæmt því sem Hafrannsóknarstofnun telur, hefur heldur ekki verið hægt að skoða aðferðafræðina í því sambandi.

Íslendingar munu ekki lifa á óveiddum fiski úr sjó, hvorki nú eða fyrr.

kv.gmaria. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband