Viltu ís-Björn ?

Sjálfsagt er það að bera í bakkafullan lækinn að koma hér með eldgamlan ísbjarnarbrandara, en hafandi horft úr fjarlægð á aðgerðir gagnvart landgöngu ísbjarnar númer tvö á þessu ári og vangaveltum um enn fleiri ísbirni að fengnum vísbendingum, fingrafara viðkomandi á landi sem reyndust síðan ekki björn heldur gobba gobb þá, breytir það varla miklu.

Og búið að fá danskan sérfræðing til landins til að svæfa dýrið meðan utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn í Grænlandi , einni af afar mörgum frá embættistöku vægast sagt, þó ekki í einkaþotu núna.

Ég vorkenni lögreglunni í Húnavatnssýslu sem hlýtur að hafa slegið af við hraðasektir í þessu ísbjarnartilstandi öllu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahaha já þú getur hlegið sem situr í sælunni í Svíþjóð. Þetta er jú einn allsherjar brandari og heimurinn hlær eflaust að þessum fíflagangi og brambolti. Daninn tók víst 10 ára son sinn á vettvang þannig að hann hefur ekki metið hættuna mikla af dýrinu.  Ráðherrann skreppur frá Grænlandi til að kíkja á ísbjörn á Íslandi. Þetta hefur eflaust truflað umferðaeftirlitið á svæðinu en hver grætur það  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælar, þetta er sannkallaður ísbjarnarblús með sápuívafi.

Eigið góðan dag, Kolla í golfinu og Guðrún í Sverge.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 21.6.2008 kl. 10:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælar mínar elskulegu Landsambandskonur í Frjálslynda flokknum.

Já það er ágætt að hafa sýn utanaðfrá á sjónarhornin á stundum, mínar bestu kveðjur heim.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Danski sérfræðingurinn hafði aldrei svæft ísbjörn, aðeins gefð þeim fóður, svo það var eins gott að það reyndi ekki á getu hans í þessum efnum :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha Góð Ester. Hann hefur kannski ætlað að rétta honum svefntöflu. hahaha kveðja til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband