Gæði heilbrigðisþjónustu.

" Besta heilbrigðiskerfi í heimi " hvaðan skyldi það komið ? Jú orð sem ráðherra málaflokksins lét falla á sínum tíma er stóð í forsvari fyrir kerfið í ríkisstjórn.  Oftar en ekki hefur stjórnmálamönnum orðið það á að setja samasemmerki milli magns fjármuna í málaflokka í heild og gæða þjónustu almennt. 

Gæði slíkrar þjónustu er hægt að mæla svo fremi skilvirkt eftirlit sé til staðar á öllum stigum þjónustunnar þar með talið viðhorf sjúklinga gagnvart því hinu sama.

Jafnframt hafa gæði þjónustu alll mikið með það að gera hversu mikið álag er lagt á starfsmenn hvort sem um er að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða aðra sem eru að störfum.

Aukið álag eykur hættu á mistökum og gerir það verkum að örþreytt fólk er eðli máls samkvæmt ekki með fulla starfsorku.

Samt sem áður hefur tilhneigingin verið sú að síaukið álag starfa hefur verið til staðar mjög víða þar sem niðurskurður fjármagns á einu sviði bitnar á öðrum.

Það er löngu tímabært að fagstéttir fari að standa betri vörð um virðingu eigin siðareglna innan sinna vébanda með tilgang og markmið að leiðarljósi fyrr og síðar gagnvart endalausum skerðingum á þjónustu sem illa eða ekki er hægt að inna af hendi hér og þar.

Hinn mannlegi þáttur þessarar þjónustu þarfnast tíma og rýmis.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband