Læknir varpar ljósi á hið íslenska fjármálaumhverfi og efnahagslíf.

Andrés Magnússon læknir sem búið hefur í Noregi lýsti íslensku efnahagslífi og fjármálaumhverfi af einstakri snilld í Silfri Egils í dag.

Hann dró fram íslenskan raunveruleika sem menn virðast ekki hafa fest fingur á með sama móti og Andrés varðandi það atriði hvernig við höfum látið teyma okkur áfram sem þrælar vaxtaokurs og fjármagnskostnaðar ár eftir ár.

Hann sagði að ríkisstjórnir í flest öllum löndum nema á Íslandi sætu á neyðarfundum þegar stýrivextir væru 10 % hvað þá 14 %.

Hér væri slíkt ástand hins vegar búið að vera viðvarandi lengi án breytinga.

Svona menn þurfum við að fá reglulega sem gagnrýnendur vorra aðferða.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband