Almannaþjónustu þar með talið lögreglu þarf að reka með þeim kostnaði sem þarf.

Því miður eru ekki mörg ár síðan að lögreglumenn ræddu um sín lélegu laun við störf þessi og sú sorglega þróun að vinna við þjónustu hins opinbera er almennt illa launuð, sem er sitjandi stjórnvöldum á hverjum tíma að kenna. Ráðdeild og aðhald er gott og sjálfsagt á öllum tímum, en nauðsynlegt fé í hvern málaflokk, dómsmál sem önnur þarf að vera fyrir hendi á fjárlögum ár hvert.

Sú stórfurðulega tíska hefur því miður skapast innan opinbera geirans að spara þannig í starfsmannahaldi að aukið vinnuálag per mann innihaldi þann hinn sama sparnað.

Slíkur sparnaður étur sjálfan sig upp og gamla máltækið " að spara aurinn en kasta krónunni " á vel við það atriði.

Það er og hlýtur að verða lágmarkskrafa skattgreiðenda í landinu að lögboðin almannaþjónusta sé innt af hendi sem skyldi, hvarvetna samkvæmt laganna hljóðan.

Af lögreglu hef ég ekkert nema gott að segja og undanfarið ár og árin á undan hefur lögreglan verið mitt haldreipi í erfiðri baráttu með barn í fíkniefnum, og þar hefi ég mætt þvi að þeir hinir sömu takast á við að brúa bil þar sem enginn deild eða meðferð gerir þótt viðkomandi sé skilgreindur með sjúkdóm og ætti að geta leitað ásjár sem slíkur.

Það kostar peninga fyrir þann málaflokk.

kv.gmaria.

 


mbl.is Meira fjármagn þarf til löggæslumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er dálítið sérstakt hjá hinu opinbera að mega ekki bæta kaup og kjör t.a.m. með hækkun launa og þá um leið fjölgun starfsmanna. Ég var að vinna í vaktavinnu hjá opinberri stofnun og var sá vinnustaður undirmannaður. Til að fylla upp í eðlilegan starfsmannafjölda á hverri vakt var gríðarlegt aukavinnuálag á þeim sem fyrir voru. Það vantaði fjórar stöður til að snarminnka aukavinnu. Þegar yfirvinnulaun voru reiknuð af trúnaðarmanni þá kom í ljós að þau jafngiltu 5-6 störfum. Það hefði því mátt spara einhverjar milljónir bara með því að bæta við mannskap og lágmarka þannig yfirvinnu. Þetta er dálítið sérstakt rekstrarfyrirkomulag sem viðgengst víða í opinbera kerfinu.

GA (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 02:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þvi miður er raunin sú að alls staðar i opinberri þjónustu er sama sagan ,lleikskólar  grunnskólar, sjúkrahús, löggæsla, félagsþjónusta, algjör skortur á mannskap að störfum sem ekki helst í störfum vegna lélegra launa, meðan stjórnendum er að virðist á stundum umbunað fyrir sparnað í rekstri.

Pólítik sem gengur illa eða ekki upp.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2007 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband