Ringulreið og skipulagsleysi í meðferðarúrræðum hins opinbera gagnvart fíkniefnavandamálinu.

Skortur á samhæfingu aðila allra er starfa að málum, skortur á fjármagni í málaflokkinn, sem tekur yfir tvö til þrjú ráðuneyti, biðlistar á biðlista ofan í bráðnauðsynlega þjónustu , skortur á lokuðum meðferðaúrræðum til handa barnaverndaryfiröldum og foreldrum barna i neyslu.

Allt er þetta til þess fallið að verða til þess að mál einstaklinga í samfélagi voru kunna að lenda í verra ástandi en ella ef sá hinn sami skortur og hér er nefndur myndi ekki hrjá.

Meðan barnið er barn reynir foreldri að samþykkja öll þau ráð sem fyrirfinnast í kerfinu til að koma barni sínu úr því ferli sem til staðar er.

Gallinn er hins vegar sá að barnið er að virðist álitið fullorðinn einstaklingur sem samþykkja þarf með undirskrift á barnsaldri hvert meðferðarúrræðið á fætur öðru, allt galopið , verandi sjúklngur i neyslu, sem lærir að ganga inn og út hér og þar, meðferð eftir meðferð, uns heilbrigðiskerfið tekur við því líkaminn og sálin þola ekki endalausa neyslu fíkniefna og viðkomandi kemur sér upp sjúkdómi sem flokkast undir geðsvið heilbrigðiskerfisins.

Á meðan þetta ferli er í gangi þrífst markaður fíkniefna vel , eðli máls samkvæmt.

Sú er þetta ritar hefur margan sjóinn róið í erfiðleikum ýmis konar á lífsleiðinni  eins og gengur og gerist og ekki talið það eftir sér að ausa bátinn, og taka sólarhæð að nýju með stefnu á bjartsýni gegnum ringlureið hvers konar en það er ljóst að hér er á ferð ein af erfiðari akkorðsvinnu sem fyrirfinnst og lögð verður á eitt foreldri svo mikið er víst.

Fangaklefinn var nefnilega gististaður míns sjúklings í nótt, en áður hafði hann leitað ölvaður á náðir bráðadeilda geðdeilda og verið vísað frá.

Forvarnarfulltrúi í lögreglunni í Reykjavík sem ég ræddi við í dag , studdi mig og sagði, mundu við erum alltaf til staðar þegar þú þarft á að halda.

Áður hafði ég rætt við löglærðan fulltrúa dómsmálaráðuneytis sem fræddi mig um lögræðislögin og túlkun þeirra og gildi læknisfræðilegs mats varðandi vistun einstaklinga ellegar ekki vistun.

Svo mörg voru þau orð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband