" Stærðartengdar brottkastmælingar " Hafrannsóknunarstofnunar.

Þegar Hafrannsóknarstofnun hefur ekki tekist i tæp tuttugu ár að að stuðla að vexti og viðhaldi verðmesta fiskjarins, þorsksins, og þarf að skera niður eftir allan þann tíma, HVERNIG , ég spyr hvernig GETA menn þá mælt " stærðartengt brottkast " fiskjar allt í einu núna ?

Eitt ár, halelúja !

Raunin er sú að við tilkomu kvótakerfis í sjávarútvegi upphófst brottkast fiskjar, og gífurleg verðmætasóun þar að lútandi.

Persónulega hefi ég frá árinu 2003 rætt við það marga sjómenn á Íslandsmiðum sem öllum ber saman um hið sama, gífurlegt brottkast fiskjar um tíma, allt þar til núverandi varaformaður Frjálslynda flokksins, þá fréttamaður á Rikissjónvarpinu myndaði brottkastið, sem sjómenn neyddust til að taka þátt í ólagaumhverfi stjórnkerfis fiskveiða hér við land.

Skipuð var nefnd til að skoða brottkastið og í kjölfarið var sett reglugerð þar sem mönnum var leyft að koma með 5 % meðafla að landi, með það að markmiði að draga úr brottkastinu.

Mér er það enn óskiljanlegt að Hafrannsóknarstofnun skuli virkilega ekki hafa gert athugasemd við lögin um stjórn fiskveiða upphaflega,  þar sem mönnum er gert að koma með fisk að landi samkvæmt sentimetratali að viðurlögðum stórkostlegum sektum og veiðileyfissviptingu fyrir 1 cm umfram.

Hver einn einasta heilvita maður sem migið hefur í saltan sjó gat sagt sér að þetta var óframkvæmanlegt einfaldlega.

Brottkastið var stórkostlegt um tima, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Guðrún María.

Mig, langar  að staðfesta ,eitt.

.Og ekki er það mér í hag.

EKKI MAN ÉG NÁKVÆMLEGA en sennilega  árið72,73 eða 74 ,held ég.

Þá var ég á skuttogara sem hét HRÖNN  (pólsk smíði).

Ég man það að marga dagana í einum túrnum(þá voru Bretar og þjóðverjar að veiða íkring um okkur og þetta var Stór floti togara)  þá var GÍFURLEGT BROTTKAST, DAG EFTIR DAG. Þetta var einhvers staðar nálægt HORNI,sögðu Yfirmenn.  Og þá.   Hugsaðu þér að ÞÁ fór ég að hugsa,Vá þetta mikla magn, frá okkur   sinnum allur flotinn,   við hliðina á okkur.30 til 40 skip.Samt man ég ekki að þetta væri nokkuð rætt þá.  Síðan fórum við í land í LANGA verkfallinu STÓRU TOGARANNA.

Ég man hver var skipstjóri,sem hefur ekkert með þetta að gera.Síðan þá.  Allt farið á verri veginn.OG Sjómenn sagðir ljúga.

ÞETTA ER ALLT EIN SORGARSAGA FYRIR  ÍSLENDINGA.

ALLVEG SAMA HVAÐ MENN VILJA VELTA SÉR UPP ÚR ÞESSU. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 03:06

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Brottkastið er mikið og það þarf að stoppa, en er ógerlegt í núverandi kvótakerfi. kv.

Georg Eiður Arnarson, 22.12.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nokkuð magnað, Hafró þykist geta reiknað hvað sem er út með mikilli nákvæmni. Þessar tölur þeirra eru gjörsamlega handónýtar. Eins og stofnstærðarútreikningar þeirra eru reyndar líka. Brottkast er margfalt meira en það sem þeir halda. Hvað halda menn að verði um þessar þúsundir tonna sem skorið var niður núna og undanfarin ár? Þetta er veitt og miklu er svindlað framhjá vigt, hinu er einfaldlega hent þetta er ekkert flóknara en það punktur.

Gleðileg jól 

og farsælt komandi ár.

Takk fyrir árið sem er að líða.

Með bestu kveðju

Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband