Trú, von og kærleikur.

Fyrir mig er trúin lífsmeðal, og bænin gefur mér von, og vonin bjartsýni og væntingar um hið góða, hversu erfið verkefni svo sem lífið annars kann að færa í fang.

Bjartsýni gerir fólk glaðlyndara og og verður þess valdandi að maður sjálfur er þess alla jafna, umkominn að auðsýna samferðamönnum kærleika og virðingu.

Kærleikurinn og virðingin eru forsenda allra mannlegra samskipta frá frumbernsku til æviloka.

Eins og mennirnir eru margir munu þeir ætíð finna leiðir til þess að auðsýna kærleika sín á milli, með gjöfum og samveru á fæðingarhátíð frelsarans og þess að minnast þeirra sem kvatt hafa þetta jarðlíf úr fjölskyldum okkar.

Friður jólanna er yndislegur friður, í amstri nútímans.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

 Gleðileg jól!

Sigurður Þórðarson, 22.12.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega Gleðileg jól, minir ágætu vinir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.12.2007 kl. 01:01

3 identicon

Guðrún,ég er þér allveg samstíga með kærleikinn og allt það.

 Á maður eftir að sjá það í reynd?

 Öruggt   ,spurning um tíma!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:38

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þórarinn.

Ég er óþreytandi að ræða kærleikann í lífi mannsins nú sem fyrr og gildi hans í lífinu og tel að æ ríkar þurfum við að leita inn á við í ofgnótt fjölbreytileika nútíma samfélags.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.12.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband