Símabrjálæði Íslendinga, úr öllu hófi.

Ungmenni þurftu að flýja af því að ekki var GSM samband úti á landi, ég á ekki til orð en þetta kom fram í viðtali við hótelhaldara á Barðaströnd. Ef það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að fara að taka okkur taki með þá er það nákvæmlega símablaðursáráttan. Maður fer nefnilega ekki svo út í umferðina hér innanbæjar að maður mæti ekki manni að blaðra í sima á ferð. Sama sagan er þegar viðkomandi er í verslunarferðum eða hvarvetna á ferð, alls staðar eru samtöl í gsm símann ofar öðru en erindi viðkomandi. Hvað gerðum við áður en gsm símar komust í notkun hér ? Hvers vegna virkaði þjóðfélagið áður ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er með öllu óskiljanlegt og óþolandi. Hver kannast ekki við þetta? Hvað myndi gerast ef lokað yrði fyrir allt gsm samband?

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 02:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Það yrði sennilega neyðarástand að virðist.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband