Fíkniefnafjandinn.

Ég gæti notað mörg sterkari lýsingarorð um þann vágest sem fíkniefnavandinn er en minningagrein föður um dóttur sína í Morgunblaðinu í dag, hreyfði við mér sem án efa mörgum öðrum, varðandi það atriði að við megum sannarlega ekki sofna á verðinum gagnvart þessum samfélagslega vágesti sem tröllriður voru þjóðfélagi. Kostnaði þjóðfélagsins alls er enn sem komið er sópað undir teppið hvað varðar afleiðingar allar , miðað við aðgerðir í gangi til að stemma stigu við þessari glæpastarfssemi. Lögregla og tollverðir eru að vinna sitt verk vel að mínu áliti þótt ætíð megi gott bæta. Meðferðarstofnanir þarf hins vegar að efla , þannig að mögulegt sé að kippa börnum út úr sliku ferli eins og skot ekki með margra vikna biðtíma hvað þá daga, heldur eins og skot. Stofnanir sem sinna vanda barna ég endurtek barna innan lögaldurs eiga að vera lokaðar ekki opnar. Slíkt kostar fjármuni en þá hina sömu fjármuni þarf að finna til þess að stemma stigu við vandanum af einhverju viti gagnvart börnum. Öðru máli gegnir um þá er náð hafa lögaldri í neysluferli. Lokuð meðferðarstofnun hér á landi er aðeins eitt stykki með örfá pláss sem annar ekki eftirspurn okkur til skammar Íslendingum því þegar vandinn er tilkominn þurfa úrræði að vera til staðar , að öðrum kosti erum við að viðhalda vandamálinu. Sem hentar glæpamennsku þessari vel.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband