Smásaga úr strætóferð minni í morgun.

Ég fer ekki oft í strætó en þurfti þeirra erinda í morgun yfir í Kópavog. Tók strætó fyrir utan heima hjá mér og átti von á að hann færi sitt venjulega ferðalag niður í miðbæ Hafnarfjarðar en viti menn hann fór fyrst upp í Ásland og síðan upp á Holt áður en hann fór niður í bæ, sem sagt ég hefði verið fljótari að labba niður í bæ þann tíma sem það tók. Jæja burtséð frá því ,kemur ekki vel hífaður einstaklingur inn í vagninn, og sest niður beint á móti mér en við hliðina á erlendum ferðmanni sem var þarna í strætó í hóp annarra félaga sinna. Viðkomandi ákvað að hefja samræður við þann sem sat við hlið hans í stað þess að beina tali til mín við mikla ánægju af minni hálfu. Þetta entist þó ekki ferðina á enda því maðurinn sá að ég var með farsíma um hálsinn og hann spurði mig hvað klukkan væri á ensku og íslensku til öryggis. Til öryggis ákvað ég að svara á ensku svo ég væri ef til vill álitinn hluti erlenda hópsins og fengi þar með frekari frið frá spjalli. Þetta dugði leiðina á enda, en samferðamennirnir sem komu í strætóinn nokkru áður en maðurinn höfðu heyrt mig spjalla á íslensku í farsímann nokkru áður hlógu dátt þegar ég svaraði klukkufyrirspurninni á ensku. Með öðrum orðum það getur verið þægilegt að villa á sér heimildir þegar maður mæti sjálfum Bakkusi í strætó af öllum stöðum.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

  Alltaf ráðagóð Gunna.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband