Hvers vegna voru skattleysismörkin fryst á sínum tíma ?

Frysting skattleysismarka er einhver sá mesti skandall sem um getur í tíð núverandi ríkisstjórnar, og það sorglegasta er að verkalýðshreyfing þessa lands dansaði með. Hvers vegna ? Hefur einhver íhugað það eða útskýrt hvað olli slíku skattaoffari gegn láglaunafólki í landinu, meðan skattar á fyrirtæki og fjármagnseigendur voru aðeins einn tíundi af skattprósentu á laun undir eitt hundrað þúsund krónum á mánuði. Getur það verið að þau hin sömu mörk hafi þurft að frysta vegna þess að afar stór hópur fólks var á svo lágum launatöxtum að eina leiðin til þess að ná sköttum hafi verið að frysta skattleysismörkin ? Afleiðing þessara aðgerða er gjá milli ríkra og fátækra á Íslandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband