Ef fagstéttirnar eru meðvirkar um óviðunandi ástand heilbrigðismála, hvernig á þá eitthvað að breytast ?

Raunin er sú að fátt breytist ef sá sem veit um hlutina, ræðir þá ekki  og hreyfir ekki  andmælum um nauðsynlegar breytingar til hins betra.
 
Fagmenntun heilbrigðisstétta skyldi að mínu viti innihalda metnað um gildi starfanna. 
 
Það gildir um heilbrigðiskerfið eins og öll kerfi mannsins, hvers eðlis sem eru.
 
Þessi orð fyrrum Landlæknis um LSH líta út sem viðurkenning á því að léleg þjónusta sé sett fram sem súper þjónusta, með þáttöku sjúklinga án vitundar um slíkt þ.e.a.s ef ég skil það rétt.
 
 
 
" Allt þetta höfum við látið yfir okkur og sjúklinga okkar ganga án þess að við höfum hreyft verulegum andmælum. Hvernig stendur á þessu? Við erum seinþreytt til vandræða og ef til vill er langlundargeð og jafnvel meðvirkni okkur í blóð borin. "
 
Eiga sjúklingar sjálfir að berjast fyrir betri aðstæðum fyrir heilbrigðisstéttir eftir að hafa fengið að vita eitt í dag og annað a morgun á LSH , eða er það fagstétta að samræma skipulagi og vinnubrögð og vekja athygli á því sem betur má fara og sýna fram á að fjármagn skorti í nauðsynlegustu þætti til þess að veita megi grunnþjónustu lögum samkvæmt ?
 
Ellegar þurfi að lækka skilgreint þjónustustig.
 
 
kv.Guðrún María. 
 
 
 
 

 
 
 

mbl.is „Einfaldlega þjóðarskömm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband