Ég gæti sagt svo margt og mikið.....

... mælt í hljóði, hafið raust,

en þótt í burtu, þyrlist rykið,

það kemur aftur endalaust.

 

Það er rétt hjá Sigurði að heilbrigðismál hafa alla jafna ekki verið kosningamál, en hvað veldur ?

Hvað hafa margir læknar setið á Alþingi  undanfarin kjörtímabil ?

Fáir.

 

Hvers vegna ?

 

Laun ?

 

Kanski.

Mín skoðun er hins vegar sú eins og áður að núverandi kerfi þarfnist skoðunnar við, ekki hvað síst varðandi það atriði að efla grunnþjónustu við heilbrigði sem aftur hefur með það að gera hve mikið álag er til staðar á Landspitala Háskólasjúkrahús.

Jafnframt þarf að dreifa verkefnum og nýta húsakost úti á landi sem aftur skapar störf og er skynsamleg og eðlileg ráðstöfun verkefna sem eykur aðgengi íbúa að þjónustu og lágmarkar þörf fyrir kostnað sjúklinga við ferðalög til höfuðborgarinnar.

Einnig þarf að taka fyrir skipulag Landspítala Háskólasjúkrahúss og rýna ofan í kjölinn í stjórnunarlega ábyrgð, fjölda starfa við það hið sama og árangursmeta þá hina sömu stjórnun með tilliti til gæða þjónustunnar.

Enn skortir því miður samhæfingu millum fagaðila sem starfa saman í sama kerfi og ætlað er að vinna í samfellu til handa þeim sjúklngum sem þangað koma, það er margra ára saga þar sem ekkert breytist, sem er slæmt.

Skortur á þeirri hinni sömu samhæfingu lendir sem aukinn kostnaður eins samfélags og endurtekning innlagna æ ofan í æ sem telur jú meiri innlagnir en ekki samfellu í meðferð sjúklinga sem þeir hinir sömu eiga eigi að síður rétt á samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga.

Það er þvi ekki nóg að setja bara endalaust fjármagn í heilbrigðismál ef menn leggja sig ekki niður við að skoða kerfið ofan í kjölinn að mínu viti, þar sem grunnþjónusta við landsmenn alla þarf að vera í lagi, til þess að lágmarka álag á hátæknisjúkrahúsið, og eðli máls samkvæmt þarf sú þjónusta að i lagi á fjölmennasta svæðinu en þar er hún því miður næstum ónýt.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband