Kjarabarátta í ógöngum hér á landi sem endranær.

Hvers vegna í ósköpunum hefur ekki verið hægt að koma því í kring að eitt stéttarfélag starfsmanna LSH, sé samningsaðili við ríkið um laun, með allar þær starfsstéttir innanborðs ?

Vissulega skal það viðurkennt að nú er verið að reyna að gera stofnanasamning þ.e. samning sem á við um þá hina sömu starfssemi við félag hjúkrunarfræðinga, en félag hjúkrunarfræðinga er sannarlega ekki eina stéttin sem starfar á LSH, heldur fullt af öðrum félögum s.s sjúkraliða, ófaglærðra, lækna og annarra sem einnig eru hluti af þeirri keðju sem inniheldur eitt stykki sjúkrahús á Íslandi.

Hvers konar tilraunir til þess að verðmeta eigin fag of hátt umfram aðra, eins og mér fannst því miður koma fram í máli formanns félags hjúkrunarfræðinga í Kastljósi kvöldsins varðandi það að álag hefði bitnað meira þeirri hinni sömu starfsstétt en öðrum, er lítt til þess fallið að skapa þá sátt og þá samvinnu sem Lög um réttindi sjúklinga kveða á um að skuli ríkja til handa þeim hinum sömu.

Vissulega er til staðar samúð hjá mér gagnvart erfiðum aðstæðum þeirra sem taka laun á vinnumarkaði en sitja uppi með skuldir hvaða stétt og staða sem þar á í hlut.

Hópuppsagnir sem hluti af kjarabaráttu er hins vegar afskaplega leið aðferð til þess að ná fram kjarabótum að mínu álti, einkum og sér í lagi á eina neyðarsjúkrahúsi landsins, til handa einni stétt þar innan dyra.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála því sem kemur hér fram í grein þinni Guðrún. Ég get t.d. ekki séð að hjúkrunarfræðingar vinni við neitt meira álag á Landspítalanum en aðrar starfsstéttir þar. Hvernig má það vera? Þannig að ummæli Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags hjúkrunarfræðinga, í Kastljósinu í gærkvöldi voru í besta falli röng.

B.G. (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 12:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það B.G.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.2.2013 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband