Heilbrigðisþjónusta á Íslandi og fjármagn til heilbrigðismála.

Það hafa liðið mörg ár án þess að við Íslendingar höfum gefið okkur tíma til þess að ræða forgangsröðun verkefna í okkar heilbrigðiskerfi, þar sem hvoru tveggja er um að ræða siðferðileg álitamál sem og spurninguna um að verja fjármunum hins opinbera með sem skilvirkustu móti sem verða má.

Í stað þess að byggja upp öfluga grunnþjónustu hér á landi hefur sú leið verið valin að hafa sambland af öllu í einum hrærigraut, þ.e. sjúkrahús, heilsugæsla og einkastofurekstur lækna án þess þó að tilvísanakerfi hafi verið til staðar, þannig að sjúklingar sem hafa haft aðgang að einkastofuþjónustu ( einkum á höfuðborgarsvæði ) hafa getað notað og nýtt sér þann kost, aðrir landsmenn hafa þurft að leggja á sig ferðakostnað við að sækja slíka þjónustu með beinu aðgengi.

Yfirsýn þess opinbera eftirlitsaðila sem er Landlæknisembætti yfir framkvæmdar læknisaðgerðir á landinu, er því miður ekki fyrir hendi eins og komið hefur í ljós varðandi hina ónýtu brjóstapúða sem nú er vitað um.

Það er óviðunandi í raun að sá aðili sem standa skal skil og bera ábyrgð hafi ekki upplýsingar sem skildi, um fjölda framkvæmdra aðgerða svo ekki sé minnst á það atriði að annað eftirlit með starfsseminni væri einnig til staðar.

Það þyrmdi oft yfir mig á árum áður þegar ég stóð í baráttu fyrir bættum réttindum sjúklinga hér á landi og ég taldi hafa þokast fram á veg með lögum um réttindi sjúklinga og sjúklingatryggingalögum þar sem læknum á einkastofum var mér best vitanlega gert skylt að tryggja starfssemi sína, en ég er orðlaus yfir því að embætti Landlæknis skuli ekki enn nú í dag hafa allar upplýsingar.

Ég skora á alþingismenn að láta sig málið varða og skoða þá þætti sem þarf að skoða í þessu sambandi því það er nefnilega ekki endilega hægt að setja samasemmerki milli magns fjármagns til málaflokksins og betri þjónustu í heild í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband