Gegn vilja þjóðarinnar að taka einn mann fyrir Landsdóm, vegna hrunsins.

Það misbýður minni réttlætisvitund að einn maður skuli mega þurfa sæta því að vera tekinn fyrir Landsdóm til ábyrgðar varðandi hrunið hér á landi, en þannig varð niðurstaða Alþingis því miður.

Ég get ekki ímyndað mér að alþingismenn séu í raun sáttir við þá hina sömu niðurstöðu sem þarna varð úr þessari atkvæðagreiðslu og sorgleg birtingamynd eins konar sjónleiks varðandi Landsdóm þar sem framlengt var umboð kjörinna fulltrúa þar, sem hefði átt að endurkjósa á núverandi þingi kom einnig til sögu, í meðferð málsins.

Það atriði að ákæra einn mann þýðir það í heild að málið allt er í raun fjarstæða í málatilbúningi sem slíkum.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óljós málatilbúnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband