Sérfræðikunnátta í smjörklípupólítik, ekki á allra færi.

Það er svo sem ekki loku fyrir það skotið að mitt pólítiska nef, hafi fundið agnarlítinn smjörkeim varðandi þetta tiltekna mál, en ég sé að Björn hefur fundið smjörstykkið, enda með áralanga reynslu í pólítik.

Að óskekju mætti vera meira um það að benda á smjörklípur þegar þær er að finna en ég man ekki eftir því að nokkur fjölmiðill hafi af sjálfsdáðum áttað sig á því hinu sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég verð að viðurkenna smjörklípu skilgreininguna skil ég alls ekki.Eg aftur á móti sammála öllu sem

forsetinn hefur sagt síðustu tvo daga. Hann heldur uppi vörnum og talar máli þjóðarinnar og við þurfum á því að halda

Snorri Hansson, 5.9.2011 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smjörklípukenningin gekk út á það ef smjöri er klínt á kött, þá verði hann upptekinn næstu augnablik við að sleikja það og uggir ekki að sér á meðan.

Kenning þessi hefur verið rakin til Davíðs Oddssonar sem beitti henni óspart við að stjórna Sjálfstæðisflokknum sem og landslýð öllum.

Forsetinn er ekki alveg laus við popularisma: segir það sem hann telur að falli vel í kramið og velur tímasetninguna eftir því.

Góðar stundir

GJ 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2011 kl. 09:28

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Snorri. Því miður get ég ekki verið þér sammála. Vona að þetta sé bara aulafyndni hjá þér

Tómas H Sveinsson, 5.9.2011 kl. 12:42

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir.

Það atriði að drepa málum á dreif til þess að komast hjá umræðu um það sem menn vilja ekki ræða um hverju sinni, hefur verið iðkað frá aldaöðli og smjörklípa er aðeins önnur útgáfa af því hinu sama.

takk fyrir innlitið og athugasemdir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.9.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband