Framsóknarflokkurinn var búinn að leggja til niðurfærslu.

Getur það verið að jafnvel skuldamálin eftir hrun hafi eitthvað með pólitik að gera millum flokka ?

Mitt svar við því er já og það atriði að skoða ekki tillögur Framsóknarmanna í því efni kann að hafa kostað samfélagið töluvert.

Með öðrum orðum sitjandi stjórnvöld sem þykjast hafa lært mikið af hruninu hafa þó ekki getað samþykkt eitthvað sem skynsemisforsendur lágu til, sökum þess að hugmyndirnar, þær hinar sömu ,komu ekki frá ríkisstjórnarflokkunum sjálfum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, jafnan !

''Framsóknarflokkurinn'' ; hvað ?

Sama sérhagsmuna- og einka bakhluta dekurliðið, og hinna 3ja glæpa flokkanna, Guðrún mín.

Gerðu ekki; svo lítið úr þér, að reyna að finna þessum ræflum, einhverjar málsbætur - sem hvergi finndust, þeim til handa, hvort eð er.

Síðan hvenær; hafa þau Sigmundur Davíð, tekið sér stöðu, með fólkinu á Austurvelli, suður í Reykjavík, til dæmis ?

Ekki; var það, þann 4. Október s.l., þegar þau laumuðust, ásamt hinum, eins og Rottur, úr þinghúsinu, baka til, eða hvað ?

Ég trúi ekki öðru; en að þú hafir meiri sjálfsvirðingu til bera, en að koma með svona klisjur fram, fyrir lesendur þína, fornvinkona góð.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 02:03

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hver man ekki sögulegan útvarpsþátt þar sem Ólína Þorvarðardóttir æstist mjög í málflutningi sínum gagnvart Sigmundi Davíð og Tryggva Þór þegar þeir vildu flatan % niðurskurð lána áður en gengið yrði frá samningum við erlendu kröfuhafa gömlu bankanna og flutning eigna á formi lána til þeirra nýju. Henni fannst ótækt að einhverjir sem ættu peninga fengu sömu niðurfellingu og þeir sem ættu enga og vildi fara í sértækar og seinvirkar aðferðir sem farnar voru. Betur að hitt hefði orðið ofan á með miklu hraðvirkari niðurstöðum fyrir hagkerfið. Hvað skyldu svona kommúnískar niðurstöður hafa kostað okkur í heildarmyndinni þegar upp er staðið? Afstaða Ólínu og hennar líka hafa tafið endurreisn þjóðfélagsins og aukið martraðir fjölskyldna um allt land.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 31.8.2011 kl. 09:01

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Aldrei var ég inni á þessari flötu leið Framsóknar og finnst hún enn í dag arfavitlaus. Mér finnst að mönnum hefði verið nær að hlusta á Frjálslynda flokkinn og grípa í taumana fyrr t.d. það sem hann var að tala um 2007 bæði í höftum á erlendu verkafólki og afnámi verðtryggingar eða breytingu á henni, í stað þess að gapa framan í Sjálfstæðisflokkinn og trúa á eilífa sælu blekkingarinnar. Það er auðvitað erlendar fjárkröfur ( Icesave-krónu- og Jöklabréf ) sem standa í vegi fyrir bata í hagkerfinu en ekki innlendar skuldir. Það eru nú litlir 143 milljarðar sem búið er að afskrifa hjá heimilum nú þegar. Hefðu verið samþykkt lög um forleigurétt og endurmat á greiðslugetu kaupenda væri ekki verið að bera fólk út og bankar að safna íbúðum. Þannig er það bara því miður. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.8.2011 kl. 21:21

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðrún. Það er rangt að hugmynd Framsókarflokksin hafi ekki verið skoðuð. Hún var skoðuð rétt eins og allar aðrar hugmyndir og niðurstaðan var sú að hún gengi ekki upp. Það sem vantaði alla tíð inn í hugmyndir Framsóknarmanna var raunhæf hugmynd um fjármögnun þessara niðurellinga. Eignarréttarákvæði stjórnarskráirinnar kom í veg fyrir að hægt væri að þvinga kröfuhafana til að taka á sér niðurfærslur innheimtanlegra lána. Það var reyt eins og hægt er að fá leiðréttingu frá þeim en þeir gáfu aldrei þumlung eftir annað en niðurfærslur vegna skuldara sem ekki gætu staðið í skilum. Það var því einfaldlega lokuð leið að lögbina einhverja niðurfærslu og ætla að láta kröfuhafana koma að því sem orðnum hlut.

Staðreyndin er sú að það er ekki og hefur aldrei verið möguleiki að lækka lán heimilanna flatt niður öðruvísi en að skattgreiðendur og hugsanlega líka lífeyrisþegar greiddu kostnaðinn við það.

Klolbrún. Það er í fyrsta lagi rangt að innflutningur erlends vinnuafls hafi valdið hér þennslu heldur var hann afleiðing þennslunnar. Í öðru lagi hefði það verið brot á EES samningum að takmarka ráðningar fólks frá öðrum EES ríkjum hér á landi. Í þriðja lagi væri það bort á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka verðtryggingu af þegar teknum verðtryggðum lánum.

Sigurður M Grétarsson, 31.8.2011 kl. 22:55

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2011 kl. 01:40

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sigurður Grétarsson. Það vill nú til að ég var á landinu þegar þessi góðærisbóla gekk yfir. Ég veit jafn vel og þú að það er ekki erlenda vinnuaflinu að "kenna" hvernig fór. Það er samt þannig að ef ekki hefðu verið til þessar vinnufúsu þrælahendur sem voru alls ekki allar af ESB svæðinu heldur Japan, Tailandi og víðar, þó Pólverjar hafi verið stærsti parturinn. Það var olían á eldinn. Það er því vitleysa í þér að ekki hafi mátt sporna við því. Ég vann hjá SA og Verkalýðshreyfingunni 2006 og þá var hægt að sækja um frestun á "fullri opnun landamæranna" til 2010 eða ´11. Verkalýðsforinginn á Akranesi var sá eini sem vildi sækja um frest en það var ekki gert til að halda úti þenslunni.

Varðandi vísitöluviðmið þá var hægt að breyta því með einu pennastriki ( lagafrumvarpi) þó hún yrði ekki afturvirk. Rétt eins og þegar hætt var að nota lánskjaravísitölu en tekin upp neysluvísitala sem er í hæsta máta óeðlileg í útreikning á langtímalánum. FF hefur aldrei talað um "upptöku eigna" heldur lagfæringu til að sporna við spillingu og misrétti í þjóðfélaginu. Þetta er sem sagt óttaleg vitleysa í þér :). kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.9.2011 kl. 13:15

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kolbrún. Þegar breytt var úr lánskjaravísitölu yfir i neysluvísitöli þá náði sú breyting aðeins til nýrra lána en ekki til þegar tekinna lána. Margir eru enn að greiða af lánum sem eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. Málið er nefnilega það að það varðar við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að breyta skilmálum þegar tekinna lána. Jafnvel þó svo væri ekki þá er það í fyrsta lagi einfaldlega hlutur sem siðaðar þjóðir gera ekki fyrir utan það að vera óskynsamlegt því ef það er einu sinni gert þá gera fjárfestar allaf ráð fyrir því að geta lent í því aftur. Þar með munu þeir meta lán til íslenskra heimila í hærri áhættu en annars væri og það leiðir til hærri vaxta í framtíðinni.

Sigurður M Grétarsson, 2.9.2011 kl. 00:00

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ósköp er þetta erfið fæðing. Þetta er jú það sem ég er að segja. Ég hef aldrei minnst á að breyta gerðum samningum, jafnvel þó hagsmunasamtök heimilanna leggi nótt við dag í að breyta þeim. Gert er gert og standist það lög hlýtur það að gilda. Það má hinsvegar breyta til og það var það sem ég var að tala um. Engin eignaupptaka.... skilurðu ?... Það þarf ekki stjórnsýslufræðing eða sigapostula til að sjá þetta. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.9.2011 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband