Að sjá skóginn fyrir trjánum.

Raunin er sú að gjáin milli þjóðfélagshópa er ekki að myndast nú í dag, heldur hefur sú hin sama gjá verið til staðar lengi, án þess að nokkuð hafi þokast nema til hins verra.

Í raun má lita allt aftur til 1983 að mig minnir er bráðabirgðalög voru sett á laun, en síðar kom til sögu frysting skattleysismarka sem hafði afgerandi áhrif að mínu mati til þess að viðhalda láglaunapólítikinni sem ríkt hefur á vinnumarkaði hér á landi.

Handónýtt miðstýrt miðaldafyrirkomulag í verkalýðsmálum þar sem sjálfskipaðir postular skipa jafnframt í stjórnir verkalýðsfélaga, er enn við lýði og til þess að bæta gráu ofan á svart var hægt að drösla vinnuveitendum inn í stjórnir lífeyrissjóða vegna viðbótarframlags eins fáránlegt og það nú er.

Raunverulega verkalýðsleiðtoga má telja á fingrum annarrar handar nú í dag, þvi miður en þar liggur hundurinn grafinn að stórum hluta til varðandi misskiptingu hvers konar í einu þjóðfélagi, þ.e að samið sé um laun sem nægja til framfærslu á hverjum tíma, eftir hinni efnahagslegu umgjörð sem er til staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vaxandi ójöfnuður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband