Um daginn og veginn.

Er komin með uppsett prógramm í minni sjúkraþjálfun fram á sumar, til þess að reyna að ná til baka heilsutetri mínu eftir slysið sl. haust.

Æfingar og þjálfun í tækjum sem hreyfa til jafns efri og neðri hluta likamans styrkja vöðvana og hjálpa til við að ná aftur því sem mögulegt er af hreyfingu í hryggnum.

Því til viðbótar hefi ég nú fengið belti sem ég fer í þegar ég finn verki og styðja við svo ég þurfi ekki að liggja úr mér verkina.

Ég hélt ég gæti komist gegnum þetta með þrjósku og látum en það gekk ekki, en ég gerði tilraun til þess, en verð að viðurkenna mitt ofmat í því efni.

Að öðru leyti gengur lífið sinn gang, upp og niður sitt á hvað eins og venja er.

Regnið er kærkomið nú hér á Suðurlandi þar sem askan rignir niður í jörðina og rykbinding verður til.

Vonandi er að hamförum þessum hafi linnt til handa þeim er verst hafa orðið úti í hamförum náttúrunnar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband