Um daginn og veginn.

Við fengum hvíta páska þetta árið og ætli verði þá ekki rauð jól, hver veit !

Hitti mína fjölskyldu yfir páskahátíðina , sem var ósköp indælt eins og ætíð, að öðru leyti er það sama við að fást hjá mér að reyna að ná heilsutetrinu, þ.e bakinu mínu í betra ástand með æfingum og þjálfun þar að lútandi.

Ég fæ stuðningsbelti til að nota sem hjálpar mér til að gera eitthvað, og geta sleppt því að leggjast og hvíla í tíma og ótíma vegna verkja.

Auðvitað er þetta hundleiðinlegt ástand, þ.e. að geta bókstaflega ekkert gert nema að vera eins og aumingi eftir, en ... það þýðir lítið að væla yfir því, maður verður að taka því sem hittir mann fyrir, hvers eðlis sem er og reyna að vinna úr þvi eftir bestu getu, annað er ekki í boði.

Ég kíkti inn á vef Alþingis og gáði að því hvað væri í farteskinu og sá lítið annað en svör við fyrirspurnum eftir páskafrí, en þó vakti athygli mína breytingar á almannatryggingalöggjöfinni þess efnis að ekki verður betur séð en verið sé að afnema tekjutengingar að hluta tímabundið, gagnvart lífeyrissjóðsgreiðslum, sem sannarlega er þarft og ætti fyrir löngu að hafa litið dagsins ljós, en einhverra hluta vegna segir mér hugur um að þetta gæti nú verið tengt kjarassamningsgerðinni,
kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband