Hversu miklu töpuðu lífeyrissjóðirnir á markaðsdansleiknum og við hrunið ?

Sem launþega á vinnumarkaði hefði mér seint dottið í hug að mér væri með lögum skylt að greiða iðgjöld í sjóði sem gætu síðan braskað með mitt fé í veðmál á hlutabréfamörkuðum og tapað svo og svo miklu við hrun eins hagkerfis vegna offjárfestinga í áhættusömum rekstri.

Hin lýðræðislega aðkoma launþegans að ákvarðanatöku, er enn út úr korti við samtímann, s.s. við skipan í stjórnir lifeyrissjóða, þar sem stjórnir verkalýðsfélaga hafa enn sjálfdæmi um slíka skipan.

Stjórnir lífeyrissjóða hafa síðan einnig sjálfdæmi um ákvarðanir um fjárfestingu að virðist en engin virðist hins vegar bera ábyrgð á tapi og skerðingar til sjóðfélaga eru lausnir þær sem launamönnum er boðið að gjöra svo vel að meðtaka.

Andvaraleysi kjörinna fulltrúa á Alþingi gagnvart þessu miðaldalýðræði sem þarna ríkir er og hefur verið nær algert.

Gagngerra breytinga er þörf á innheimtu iðgjalda í sjóði af launamönnum og ekki gengur að þeir hinir sömu sjóðir séu nýttir sem braskpeningar til veðmála í markaðsbraski.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eignir lífeyrissjóða jukust um 2,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband