24 kvartanir frá foreldrum í Reykjavík eru uppspretta tillögugerðar Mannréttindaráðs.

Mál þetta er allt með ólíkindum og það atriði að 24 kvartanir af tugþúsundum sem ganga í skóla í Reykjavík skuli vera uppspretta þess að mönnum detti í hug að setja slíka tillögu fram er vægast sagt stórfurðulegt.

Stórkostlegt þekkingarleysi þeirra sem setja slíka ályktun fram hvorutveggja varðandi störf menntastétta sem og virðingarleysið við þjóðtrúna sem er kristin trú og meirihluti landsmanna tilheyrir, er algert.

Voandi bera menn gæfu til þess að draga þessa ályktun í heild sinni til baka og viðurkenna eigin mistök.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verður væntanlega eitthvað breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eru þau ekki ný í stjórnsýslunni,verða að láta að sér kveða,las ehv.staðar að þetta væri aðeins tillaga. Vonandi, kristni verður aldrei útrýmt.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2010 kl. 02:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnst þér semsagt eðlilegt að stunda trúboð í skólum? Um það snýt ályktunin. Og ekki bara það....trúboð kemur námi ekki á nokkurn hlut við. Hér er svo bara verið að líða kristið trúboð, sem er einfaldlega brot trúfrelsiskafla stjórnarskrárinnar. 

Ef trúboð á að leyfa, þá verður samkvæmt jafnræðisreglu að leyfa öllum trúarbrögðum og sértrúarhópum aðgang að börnunum. Ertu að biðja um það?

Er ekki sjálfsagt að láta foreldra um trúaruppeldið og gefa börnunum frið við námið?  

Þú hefur augljóslega ekki lesið ályktunina. Gerðu það væna og tjáðu þig svo. Þú getur vo kannski rennt í gegnum biblíuna í leiðinni og purt sjálfa þig hvort sá texti sé við hæfi barna.  Þú hefur væntanlega ekki lesið þá bók heldur.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 02:28

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

24 kvartanir hafa borist til Mannréttindaráðs. Mun fleiri hafa borist til einstakra skóla, ÍTR, o.s.frv.

Margrét Sverrisdóttir segir að fæstir hefðu orðið varir við þær breytingar sem Mannréttindaráð vill koma í gegn. ,,Fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir að kirkjunnar fólk sækir í sívaxandi mæli inn í leikskólana. Það var fyrst og fremst það sem við vildum stöðva. Hún segir að fullyrðingar Sjálfstæðismanna um að nánast engar kvartanir hafi borist byggi á tölum um kvartanir til Mannréttindastofu. Inn í þeim séu ekki kvartanir til skólanna eða menntasviðs borgarinnar.“#

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.10.2010 kl. 09:02

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jón Steinar.

Trúboð er ekki stundað í skólum nú frekar en verið hefur nokkurn tíma áður, " væni ".

Hér er á ferð stormur í vatnsglasi þeirra sem þekkja ekki nægiega til mála allra sem þitt mál hér ber vott um, því miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2010 kl. 00:47

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Trúboð er víst stundað í skólum, Guðrún. Hvað er það annað er trúboð þegar trúboðssamtök koma inn í skólana, dreifa trúarritum og leiða börnin í bæn?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2010 kl. 10:54

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hér eru fleiri dæmi: http://sidmennt.is/trufrelsi/truarstarf-i-opinberum-skolum/nokkur-daemi/

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband