Framfærsluviðmið verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka.

Meðan það er þannig að hið opinbera geti með sköttum lækkað tekjur manna þannig að viðkomandi lendi undir núverandi skilgreindum fátæktarmörkum sveitarfélaga, þá er eitthvað að og hefur lengi verið, allt frá því að skattleysismörk voru fryst hér á landi með vitund verkalýðshreyfingar um 1995.

Þegar svo er komið að forkólfar verkalýðsins í landinu hafi sjálfir hærri laun en kjörnir alþingismenn, sem eru þó fjarri vegu frá launum verkamannsins, þá er það einu sinni svo að skilning á ástandinu er erfitt að setja fram fyrir þá hina sömu í tengslum við raunveruleika mála.

Þannig hefur ástandið verið hálfan annan áratug hér á landi,
því miður.

Aðgerðir stjórnvalda þess efnis að stórhækka skatta á almenning í landinu í kreppu er fáránleg aðferð og nær óþekkt, en hér kom til stjórn nýrra flokka í landinu frá því sem áður var.

Að reyna að byggja upp efnahagskerfi upp úr hruni án þess að leiðrétta forsendubrest fjárskuldbindinga var borin von, en það er eins með aðgerðaleysið varðandi þetta atriði og aðgerðaleysið við leiðréttingu á fiskveiðistjórnuninni í landinu að eftir því sem tíminn líður því verra er að feta sig út úr kviksyndinu.

Þar þarf menn með bein í nefinu til þess að svo geti orðið, sem berja á barlóminn og blása bjartsýni í brjóst, og koma með sýn á framtíð í stað þess að synda í pytti fortíðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmenni á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband