Og hefst nú kjördæmapotið.

Það er sjálfsagt fyrir Ólínu að standa vörð um kjördæmapotið í þessu tilviki um strandveiðar í sínu kjördæmi.

Ég vona samt að mönnum detti ekki í hug að fara að færa aflamagn milli svæða sem mun einungis búa til, enn eitt argaþrasið í fiskveiðum hér á landi.

Það þarf að hafa heildarpott um veiðar sem þessar þar sem menn geta veitt þar sem þeir vilja uns hámarki er náð.

Menn munu þá gera út þar sem fiskurinn er hverju sinni, flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skipting aflans í strandveiðum verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. En hvað skyldi hún Olína nú áorka í sjávarútvegsmálum
á Íslandi tækist henni að troða Íslandi inn í ESB? Það yrði nú harla fátt,
ef nokkuð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.7.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jæja nefndu það ekki ógrátandi Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.7.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband