Loksins VON, og bjartsýni að finna í ræðum ráðamanna.

Þjóðhátíðarræða forsætisráðherra var góð á þann veg að reyna að vekja von og bjartsýni hjá þjóðinni, en orð eru til alls fyrst í því efni, og það skiptir máli að leiðtogar þjóðarinnar tali kjark í þjóðina, því ekkert annað en kjarkur og dugur munu leiða okkur gegnum þrengingar hvers konar.

Virðing fyrir baráttu bænda undir Eyjafjöllum við náttúröflin, snerti minn hjartastreng, eins og án efa margra annarra, en það skiptir eins miklu máli að skynja vitund og ræða um þá hina sömu þætti eins og að viðhafa von og bjartsýni um mál öll, því ætíð skyldum við reyna að ganga til verka með slíkt í farteskinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hagvöxtur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband