Hversu mikið vita stjórnvöld, um misskiptingu í einu þjóðfélagi ?

Undirrót misskiptingar er láglaunastefna þar sem stórum hluta fólks á almennum vinnumarkaði er boðið upp á það að þiggja laun sem illa eða ekki nægja til framfærslu  eins einstaklings.

Stórkostlegur vanmáttur stjórnvalda á hverjum tíma að greina þá hina sömu sýn hefur verið alger.

Á sama tíma hefur hið opinbera þanist út sem aftur þýðir að skatta er ekki hægt að lækka heldur hækka þeir ár frá ári meðan stjórnvöld mennta og mennta fólk við alls konar sérhæfingu starfa sem nær einungis er að finna í hinum sama opinbera geira að stórum hluta til.

Hvers konar sérhæfing starfa í krafti menntunar hefur þýtt launakröfur gagnvart hinu opinbera sem aftur hefur þýtt að ákveðnar stéttir, hafa fjarlægst verkamanninn sem alltaf mun þó þurfa til starfa jafnframt hvers konar sérhæfingu í hverju samfélagi.

Alls konar samkrull verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnvalda um sameiginlegar úrlausnir í stað samninga um kaup og kjör hverju sinni, hefur kostað hinn almenna Íslending of mikið undanfarna áratugi.

Samvinna kerfa í einu þjóðfélagi er ekki betri en það að félagsmálayfirvöld taka ekki mið af greiðslumati eftir skatta, þannig að öll framfærsluviðmið eru út úr kú, meðan fjármálastofnanir virðast geta viðhaft raunverulegt greiðslumat er tekur mið af slíku, t.d. við húsnæðiskaup.

Hver og einn einasti launþegi greiðir sitt til lifeyrissjóða hvern mánuð en aðeins þeir sem ákveða að kaupa húsnæði, geta notið lánakjara hjá sjóðunum, hinir ekki sem leigja húsnæði, því krafa sjóða þessara er veð.

Á sama tíma geta sjóðir þessir fjárfest án þess að spyrja félagsmenn um slíkt, og ef til vill tapað á sínum fjárfestingum á markaði,  þannig að lækka þurfi greiðslur til sjóðfélaga þegar kemur að því að greiða sjóðfélögum til baka sín iðgjöld í formi réttinda.

Sjóðum þessum var leyft að braska með fjármuni launamannsins með vitund Alþingis, en endurskoðun á tilgangi og markmiðum sjóðasöfnunnar þessarar er eitt af þeim málum sem brýnt er að þingheimur taki sér fyrir hendur hið fyrsta.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Evrópuár gegn fátækt hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega er þetta vel orðað hjá þér

"Undirrót misskiptingar er láglaunastefna þar sem stórum hluta fólks á almennum vinnumarkaði er boðið upp á það að þiggja laun sem illa eða ekki nægja til framfærslu  eins einstaklings."

Maður verður bara reiður þegar maður hugsar út í allt óréttlætið sem er látið viðgangast hér nánast allsstaðar. Almenningur verður að fara að rísa á lappir og krefjast réttlætis, réttláts hlutar af kökunni. Þessi stóra og góða kaka sem landið okkar býður uppá dugir vel fyrir alla landsmenn.

Allir geta verið saddir og sælir, en það fá ekki allir sneið. Nokkrir stórir og frekir einstaklingar standa sem fastast uppvið kökudiskinn, skera sér sneiðar og ýmist moka uppí sig eða í vasa sína og sinna. Jafnframt hindra þeir með öllum tiltækum ráðum að aðrir en þeim þóknanlegir komist að kökudisknum.

Með endalausu aðgerðarleysi fólksins í kring sem stendur álengdar og horfir hungureygt til kökunnar, tekst þessum dónum að einoka kökuhnífinn. Sárafáir gera tilraun til þess að ná hnífnum úr hendi þeirra, þó ekki væri nema bara til þess að sækja sína sneið.

Ég hef heyrt því haldið fram í sambandi við einelti, að ef þú ekki andmælir og reynir að koma í veg fyrir það, sem sagt stendur aðgerðarlaus á hliðarlínunni ertu að taka þátt í einelt. 

Nákvæmlega svona hagar meginþorri íslensku þjóðarinnar sér, stendur aðgerðarlaus á hliðarlínunni og legur blessun sína þar með yfir óréttlætið.

       

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 09:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hafsteinn.

Takk fyrir þessa hugleiðingu, hún er góð og sönn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband