Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Á ábyrgð allra alþingismanna að Lög um Landsdóm séu í gildi.

Lögin um Landsdóm eru gild lög í landinu, og þegar sú staða er uppi að eitt stykki efnahagskerfi hefur hrunið til grunna, og Alþingi reynir að taka á málinu, þá tel ég það siðferðislega skyldu hvers kjörins þingmanns að vinna eftir því hinu sama lagaumhverfi sem til staðar er og hefur ekki verið breytt af þeim hinum sömu, þar með talið lögum um Landsdóm.

Mér hefur annars oft orðið tíðrætt um það gegnum tíðina hve afskaplega illa hefur gengið að endurskoða lög sem sett hafa verið sem sum hver eru barn síns tíma, en önnur þarfnast skoðunar við.

Veldur hver á heldur og það er Alþingis sjálfs að skoða þá hina sömu þætti, framhjá því verður ekki litið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur ákæru standast mannréttindareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin var nær skoðanalaus um þjóðmál heilt kjörtímabil sem stjórnarnandstöðuflokkur.

Því miður var það svo að Samfylkingin hafði litla sem enga gagnrýni uppi á umbreytingu þá sem uppi var í íslensku þjóðfélagi, þrátt fyrir að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkur á tíma Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í ríkisstjórn.

Aðeins tveir flokkar á þingi þá VG og Ff, höfðu uppi gagnrýni, meðan Samfylking dansaði meira og minna með að virtist til þess að styggja ekki neinn og byggja upp flokkinn.

Svo eitt dæmi sé tekið þá mátti leita logandi ljósi að skoðun flokksins á fiskveiðistjórnun þessi ár sem engin var til staðar, svo heitið geti.

Stjórnarandstaða og aðhald er mikilvægt atriði á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sýndu samstöðu með bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvers vegna gagnrýndi Ragnheiður þetta ekki þá... ?

Ekki man ég eftir því að hafa heyrt viðkomandi þingmann gagnrýna einkavæðingarstefnunna á sínum tíma, en auðvitað er gott að vera vitur eftir á .

Raunin er hins vegar sú að alþingi nær allt flaut með sofandi að feigðarósi, meira og minna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært framtak.

Það er mikilvægt að geta selt okkar góða lambakjöt víðar en við höfum gert og því ber að fagna að menn hafi áttað sig á því.

Vonandi verður þetta til þess að opna markað fyrir kindakjöt, og auka landbúnaðarframleiðslu, þar sem landið bíður þess að nytja.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni er allt fyrst.

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingar lýsir hér skoðun sinni og það sem hún telur fráleitt kann að vera umbreyting sú sem kjörnir fulltrúar þjóðar mega meðtaka framvegis, varðandi það að ábyrgð stjórnarathafna ellegar athafnaleysis, lúti endurskoðun.

Við munum án efa fá hinar ýmsu skoðanir fram á sjónarsvið í hinni undarlegu stöðu sem uppi er varðandi mögulega aðkomu Landsdóms í fyrsta skipti í lýðveldissögunni um stjórnarathafnir.

Einu sinni er allt fyrst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fráleitt að sækja ráðherrana til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vinnureglur hafa ríkisstjórnir landsins sett sér ?

Hafa ríkisstjórnir sett sér verklagsreglur eða ekki ?

Mér er því miður mjög til efs að svo sé og tel að það fari töluvert mikið eftir því hver verksstjórn forsætisráðherra er hverju sinni varðandi það hið sama.

Hver og einn einasti ráðherra hlýtur síðan að bera ábyrgð á þvi að koma upplýsingum um sitt ráðuneyti fyrir sjónir allrar ríkisstjórnar á fundum, eftir mati á alvarleika mála hverju sinni.

Fá ráðherrar er setjast í ríkisstjórn fræðslu um 17.grein stjórnarskrárinnar þar sem kveður á um þessa sömu upplýsingaskyldu ?

Er það vinnuregla að svo sé ?

Það ætti nú að vera hægt að fræðast eitthvað um slíkt hjá fyrrverandi, og núverandi forsætisráðherrum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæplega helmingur bresku þjóðarinnar vill fara úr Evrópubandalaginu.

Þetta er ansi hátt hlutfall sem aftur vekur upp spurningar um það hversu vel þjóðin hefur verið upplýst og kosti og galla inngöngu í sambandið.

kv.Guðrún María.


mbl.is 47% Breta vilja úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta grín ?

Ef þetta er ekki grín þá hygg ég að eitthvað þurfi að fara að endurskoða offar kynjagreiningartilstands hér á landi sem fyrir löngu er gengið út í öfgar, engum til hagsbóta að ég tel.

Forsjárhyggjuvitleysan ríður ekki við einteyming hér sem annars staðar og ef það er eitthvað sem þyrfti að gera annað en að greina kynin í sundur, þá er það nákvæmlega það öndverða, sem er að efla samvinnu og virðingu þar á milli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslensk heimili kynjagreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin eru framtíðin.

Það er afar ánægjulegt að sjá að hvatningarverðlaun i höfuðborginni skuli falla í hlut Frístundaheimila, því ekki veitir af að hefja á loft það starf sem þar er unnið og er einn hlekkur í þeirri keðju að koma börnum til manns.

Sjálf hefi ég unnið með börnum nú nær samfellt tæpa tvo áratugi, fyrst í leikskóla svo í grunnskóla sem er gefandi starf og börnin eru framtíðin, kynslóðin sem erfir landið, og allt það sem við getum gert til þess að stuðla að betra starfi við aðbúnað barna, er af hinu góða.

Höfuðborgin fær því prik fyrir að horfa á þennan þátt uppeldismála í formi hvatningarverðlauna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fengu hvatningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekari skattahækkanir nú munu ganga að hagkerfinu dauðu.

Ef stjörnvöld átta sig ekki á því að hvers konar hugmyndir um aukna skattöku nú eru ávísun á enn verri stöðu í einu hagkerfi, þá er illa komið fyrir mönnum.

Breytir engu hvort þar er um að ræða einstaklinga eða fyrirtæki í einu landi.

Skattahækkanir í atvinnuleysi eru fáránleg aðferð og álíka því að skjóta sig í fótinn, því eðli máls samkvæmt skila þær hinar sömu sér ekki til ríkisstóðs, þar sem samdráttur í neyslusköttum verður til staðar, og umsvif fyrirtækja minnka og hagkerfið allt lýtur samdrætti.

Lækkaður tekjuskattur í slíku ástandi hefði aftur á móti verið hvati fyrir hagkerfið, til vaxtar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hið opinbera rekið með halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband