Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Aðgerðalausir forystumenn innvinklaðir í forystuflokka ríkisstjórnar.

Ég hygg að forkólfum verkalýðshreyfingar væri nær að líta í eigin barm, varðandi það atriði að fara nú eftir dúk og disk að ræða verkföll, hafandi samið um lúsarlaun til handa umbjóðendum í hinu meinta góðæri, þá undir formerkjum stöðugleika.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að forystumenn verkalýðshreyfingar séu einnig pólítiskir framagosar þar sem flokkshagsmunirnir kunna að verða ofar hlutverki samningum um kaup og kjör verkamannsins.

Hagsmunir launafólks hér á landi hafa verið fyrir borð bornir og þar á verkalýðshreyfingin afskaplega stóran þátt í þvi hinu sama með lélegri samningsgerð allra handa í áratugi.

Þeir hinir sömu jánkuðu frystingu skattleysismarka á sínum tíma, þegjandi og hljóðalaust, þótt fjöldi manna á vinnumarkaði væri þar með samtímis komin með laun undir fátæktarmörkum.

Það tók fjölda ára að viðurkenna það atriði og hækkun persónuafsláttar kom til sögu i mýflugumynd.

Samkrull verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda er sérkapítuli út af fyrir sig og þyrfti sannarlega eins og eins stykkis rannsóknarskýrslu við, þar sem ríkisstjórnarflokkar núverandi kynnu að þurfa að útskýra að einhverju leiti þáttöku sína í Hruninu, varðandi aðgerðir ellegar aðgerðaleysi.

Að ASÍ boði verkföll, já eru það ekki orð á blaði...... ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Íhuga verkföll í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambandsleysi ríkisstjórnarflokkanna við fólkið í landinu.

Það skyldi þó aldrei vera að stjórnvöld átti síg á því að nærtækara hefði verið að kanna vilja landsmanna til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu áður en málið var keyrt í gegn um þingið við tæpan þingmeirihluta og í andstöðu við vilja landsmanna að meirihluta samkvæmt könnunum.

Því miður er þetta dæmi um ráðstjórnaraðferðir langt frá lýðræðislegum stjórnarháttum sem eru af dagskrá að mínu viti, þar sem flokksmarkmið einstakra stjórnmálaflokka við stjórnvölinn s.s Esb aðild eru ofar öllu.

Það er nokkuð sérstakt að þessi skilaboð skuli koma frá Brussel um það sem menn hafa rætt um hér á landi en ríkisstjórn hvorki heyrir eða sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um lög, frá lögum til laga.

Alveg er mér ómögulegt að eygja að þessi lagasetning sé í einhverju að breyta enhverju, nema að fara með skipan dómara í hring í kostnaðarsamara ferli sem þýðir málið í nefnd og nefndin setur tillögu til ráðherra, sem fara skal eftir henni, nema hann kjósi að vísa til þings sem hefur meirihlutaflokka á þingi osfrv......

kv.Guðrún María.


mbl.is Lög um skipan dómara samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi ?

Verndun Ingólfstorgs ?

Halló !!

Hvað með íbúðabyggð í miðbænum ?

Hafa aðgerðahópar verið að störfum varðandi verndun íbúa gegn háhýsabyggingum hér og þar sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur undanfarið kjörtímabil ?

Ég bjó lengi á þessu svæði, en það skal viðurkennt að ég rata varla um svæðið milli Laugavegar og Skúlagötu vegna allra nýbyggingaframkvæmda.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja umhverfisslys í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðla þarf að heyöflun utan öskufallssvæða.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og það atriði að hvetja bændur utan öskufallssvæða til aukaheyöflunar með sérstökum aðgerðum þess efnis, skiptir máli þegar enginn veit hve lengi eldgos varir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Það vantar hey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Surtseyjargosið situr enn í minni.

Það er vissulega sérstakt að vera fædd og uppalin á því eldfjallasvæði sem Suðurland óhjákvæmilega er.

Ég hef verið fjögurra ára þegar Surtseyjargosið hófst en, hinir ofboðslegu gosstrókar úr hafi eru enn pikkfastir í minni.

Og svo gaus Hekla aftur og aftur, og síðan kom Heimaeyjargosið, en alltaf dreymdi mig að jökullinn myndi gjósa, eins og ég hef áður sagt, og túlkaði það sem hræðslu, eftir að ég vissi að hann væri eldfjall, en sú vitneskja var tikomin af fróðleik úr bókum s.s. Jón Trausta sem til voru á mínu heimili.

Því miður virðist sú hræðslupólítik eiga margt skylt við núverandi raunveruleika íbúa undir Eyjafjöllum, því hamfarir eru á ferð, vægt til orða tekið.

Það er þungbært að horfa á þessa gjöfulu jörð verða eldi að bráð en ég trúi og vona að allt fari á þann besta veg sem mögulegt er, með manna ráð og dáð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gosefnin fjórðungur Surtseyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum svo margt sem við hendum á glæ....

Við höfum svo margt sem við hendum á glæ,
í hugsanaleysi og spani.
Ef nýttum við hluti úr nógbrunnasæ,
þá væri ekki eins mikið af skrani.

(gmó)

kv.Guðrún María.


mbl.is Aukin áhersla á umhverfismálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantaði ösku i Vestmannaeyjum.

Það hefur án efa verið sérkennileg tilfinning fyrir Eyjamenn að fá öskufall í dag, því ekki er svo langt um liðið frá gosinu þar við bæjardyrnar.

Sama má reyndar segja um Sunnlendinga alla sem ekki fóru varhluta af afleiðingum þess að búa við gjósandi eldfjall í sínum landshluta.

Það veit enginn neitt þegar eldur er uppi og eins gott að reikna með hreint öllu í þvi sambandi en þakka fyrir ef minna verður en reiknað var til sögu mögulega.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Askan spúluð af bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ráðherra ber ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu ?

Ekki eru það fagmannleg vinnubrögð að ein eftirlitsstofnun skuli ekki geta talið kærumál sem koma inn til þeirrar hinnar sömu stofnunar, alveg sama hvaða svið eða eftirlit er þar um að ræða af hálfu hins opinbera.

Í raun og veru ætti þetta að vera stórfrétt í öllum íslenskum fjölmiðlum að mínu viti.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is FME telur ekki kærurnar frá skilanefndum föllnu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll él birtir upp um síðir.

Enn og aftur sendi ég frændum og vinum undir Eyjafjöllum baráttukveðjur í þessum hamförum náttúrunnar.

Ég leyfi mér að vona að sveitin muni rísa upp úr öskustó eldfjallsins, en allt er þetta spurning um magn ösku og ríkjandi vindáttir meðan gýs.

Mat á aðstæðum er i höndum færustu sérfræðinga á öllum sviðum og við verðum að trúa og treysta þeim hinum sömu til þess arna.

RIMG0001.JPG

Jökullinn fyrir gos.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband