Sambandsleysi ríkisstjórnarflokkanna við fólkið í landinu.

Það skyldi þó aldrei vera að stjórnvöld átti síg á því að nærtækara hefði verið að kanna vilja landsmanna til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu áður en málið var keyrt í gegn um þingið við tæpan þingmeirihluta og í andstöðu við vilja landsmanna að meirihluta samkvæmt könnunum.

Því miður er þetta dæmi um ráðstjórnaraðferðir langt frá lýðræðislegum stjórnarháttum sem eru af dagskrá að mínu viti, þar sem flokksmarkmið einstakra stjórnmálaflokka við stjórnvölinn s.s Esb aðild eru ofar öllu.

Það er nokkuð sérstakt að þessi skilaboð skuli koma frá Brussel um það sem menn hafa rætt um hér á landi en ríkisstjórn hvorki heyrir eða sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli Össur og Jóhanna hlusti kannski núna, þegar skilaboðin koma frá Brüssel?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2010 kl. 04:07

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Össur og Jóhanna skilja ekki ensku Guðmundur svo þetta breytir engu fyrir þau...

Óskar Arnórsson, 20.5.2010 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband