Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Rétt Sigmundur Davíð.

Auðvitað er það stórfurðulegt að Samtök Atvinnulífsins, skuli vera orðin eins konar hliðarríkisstjórn vinstri stjórnar í landinu um þessar mundir.

Á sama tíma mætti halda að Verkalýðshreyfingin sæti í fangelsi sökum þess að þaðan heyrist ekki hósti eða stuna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selur VG, landið í Evrópusambandið fyrir þáttöku í einu stykki ríkisstjórn ?

Það er nú nokkuð greinilegt að formaður VG, fjármálaráðherrann er að einangrast í sínum flokki varðandi afstöðu til áframhaldandi ferlis aðlögunar að Esb.

Fyrir það fyrsta var það stórundarlegt að þessi flokkur skyldi samþykkja umsókn þessa sem hluta af stjórnarsáttmála gegn eigin stefnu í málinu sem í raun hafði veitt þeim hinum sama brautargengi í ríkisstjórn því margir kusu flokkinn fyrsta sinni mér vitanlega vegna afstöðu gegn Evrópusambandinu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þáttakan í ríkisstjórn verður ofar á blaði en vilji flokksmanna flokksins.

kv.Guðrún María.


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsóknin að Evrópusambandinu skilyrt greiðslu Icesave.

Hvað hafa margir postular ríkistjórnarflokkanna sagt okkur það að Icesave tengist ekki með nokkru móti aðildarumsókninni að Evrópusambandinu ?

Hvað kemur í ljós ?

Allt blaður og loddaragangur líkt og fyrri daginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is ESB skilyrðir aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfaraskref.

Það er afskaplega ánægjulegt að Eygló Harðardóttir skuli fara fyrir nefnd þessari en barátta hennar fyrir málinu hefur verið drjúg.

Árni Páll fær prik fyrir að fela Eygló nefndarformennskuna.

Fá mál eru mikilvægari en nákvæmlega endurskoðun verðtryggingarinnar og hér um að ræða framfaraskref.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verðtrygging í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er rangt og hvað er rétt ?

Það verður nú að segjast eins og er að eitt bréf undirritað af embættismönnum í ráðuneyti heilbrigðismála um ranga kostnaðargreiningu er eitt bréf undirmanna ráðherra ríkisstjórnar landsins hyggst verja sínar eigin tillögur um meintan sparnað.

Ég bjóst við vel rökstuddum útskýringum í margra blaðsíðna skjali en því var aldeilis ekki til að dreifa heldur eitt a 4 bréf með undirritun embættismanna ráðuneytisins.

Afar fróðlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja útreikninga ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum Evrópusambandsins ?

Það er langt síðan ég spáði því að stjórnarskrárhugmyndir þær sem Evrópusambandið innleiddi yrðu upphafið að endalokum þessa sambands, þar sem þjóðir Evrópu myndu ekki sætta sig við slíkt yfirþjóðlegt valdboð.

Það kemur ekki á óvart nú að þjóðir innan Evrópu sem ekki sjá lengur þjóðarhagsmuni í því fólgna að undirgangast skipanir frá Brussel, hugi að stöðu sinni í því sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir Portúgali hugsanlega þurfa að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef gagnrýnt þessi mál í rúman áratug.

Það var afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnarmann í VR, í Silfri Egils í dag, með gagnrýni sína á skipan mála hvað varðar lífeyrissjóðina.

Sjálf er ég búin að ræða þessi mál að minnsta kosti rúman áratug þar sem ég tel að menn hafi ekki leyfi til þess að fara með þá fjármuni sem innheimtir eru með lagaboði af launamönnum með þvi móti sem verið hefur.

Jafnframt þarf að aftengja forystu verkalýðsfélagnna frá umsýsluskipan í stjórnir lífeyrissjóða en það kom einmitt fram hjá Ragnari í dag.

Sé einhvers staðar kerfi í kerfinu í íslensku samfélagi sem ver heimskulegan óumbreytanleika þá er það þarna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýnir rekstrarkostnað lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu ekki að grínast Árni Þór,,,, " lýðræðislegt ferli umsóknar .. " ?

Auðvitað heldur leiksýningin áfram og nú mótmælir samflokksmaður Ögmundar hugmyndum hans opinberlega, en minnir einnig á það að málið sé í " lýðræðislegu ferli... " sem er að mínu viti brandari ársins.

Þjóðin fékk nefnilega að kjósa um það hvort gengið yrði til aðildarviðræðna, var það ekki ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir hugmyndir Ögmundar óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn hefst leiksýningin " Ögmundur óþægi "...

Vinstri Grænir leika tveimur skjöldum og slá úr og í og enn er Ögmundur í hlutverki góða mannsins sem vill standa vörð um stefnu flokksins í Evrópumálum sem flestir þingmenn flokksins afsöluðu sér í atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Ögmundi virðist einkar lagið að taka þátt í því að vera á móti á réttum stað og réttum tíma, sem óneitanlega minnir orðið á leiksýningu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill fá niðurstöðu strax í skýr mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Það er svolítið sérkennilegt að kosningar séu fyrir dyrum nú um stundir, er líða fer að jólum.

Eigi að síður er það raunin og kosning til Stjórnlagaþings setur svip á samfélagið þar sem fjöldinn allur af frambjóðendum virðist ætla að endurskrifa stjórnarskrána upp á nýtt.

Þess er ekki þörf að mínu viti, hins vegar er þörfin fyrir beinna lýðræði hluti af núverandi tíðaranda þar sem ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu um mál skyldi vera hluti af stjórnarskrá landsins.

Aðalvandinn varðandi þróun mála í íslensku samfélagi svo sem varðandi auðlindir er ekki að eitthvað vanti í stjórnarskrána varðandi það atriði, né heldur lög þar að lútandi, heldur túklun og framkvæmd þeirra hinna sömu laga.

Orðanna hljóðan er skýr og skilmerkileg, en framkvæmdin önnur.

Hins vegar hefur það viðgengist gegnum tíðina af hinu háa Alþingi að prjóna alls kyns viðbætur við áður sett lög þar sem viðbæturnar stangast jafnvel á við það sem fyrir er og næstum óframkvæmanlegt er fyrir dómstóla að túlka.

Jafnframt hefur tilhneigingin til þess að leiða alla skapaða hluti í lög, löngu gengið úr hófi fram.

Vonandi bera menn gæfu til þess að fara ekki að prjóna lönguvitleysu í stjórnarskrá landsins sem engum er til hagsbóta, en hins vegar er ágætt að koma saman og skoða hvað stenst tímans tönn og hvað ekki.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband