Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Gott mál svo langt sem það nær.

Einn dagur á ári í hvers konar átök er að mínu viti ákveðin sýndarmennska, það þarf nefnilega meira að koma til svo sem ráðstafanir sem hvetja menn skattalega til þess að spara eldsneyti, og nota fæturnar eða hjóla í vinnu.

Hvernig ?

Jú sveitarfélögin hafa það atriði að hluta til í lófa sér með skattlagningu á íbúa þar sem veita má ívilnun vegna vinnu innan bæjarmarka, sem aftur er umhverfisvænt og þjóðhagslega hagkvæmt.

Því fyrr því betra sem menn fara að skoða slíkar hugmyndir í alvöru.

kv.gmaria.


mbl.is Hjóladagur fjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtarverkir Frjálslynda flokksins.

Eftir því sem fólki fjölgar í flokkum mætast ólík sjónarmið og rekast á eins og gerist og gengur.

Það virðist í gangi um þessar mundir hjá okkur Frjálslyndum, með allra handa yfirlýsingum er ganga á víxl eins og búmerang manna á milli í fjölmiðlum.

Hvorki fjölmiðlar né bloggsíður munu nokkurn tímann hafa með innra starf stjórnmálaflokka að gera, það veltur á fólkinu sjálfu í flokkunum að láta það hið sama starf hafa þann framgang á sviði stjórnmála sem vera skal.

Deilur um framkvæmdastjórastöðu í flokknum hafa frá upphafi verið með ólikindum, og á sannarlega margar skýringar sem fæstar hafa komið fram í fjölmiðlum frekar en annað sem fjölmiðlar ræða og rita um minn flokk.

Öllum þingmönnum sem hlotið hafa brautargengi í kosningum BER að starfa saman, og koma sér saman um formann í sínum þingflokki.

Það er hins vegar sannarlega skortur á því að stjórnmálaflokkar komi sér saman um siðareglur varðandi það atriði að menn sem ékki komast áfram í prófkjörum sinna flokka, hoppi ekki yfir í aðra flokka og gangi þar að efstu sætum á listum til framboðs flokka. Það kann að vera vandræðabakstur frá upphafi til handa þeim er þar hafa áður lagt hönd á plóg.

Jafnframt er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hver einasti flokkur hafi innbyrðis siðareglur þess efnis að kjörnir þingmenn undirriti yfirlýsingu um að þeir hinir sömu muni vinna með flokknum, á kjörtímabili því sem þeir eru kjörnir til, enda flokkurinn kostað til fjármunum í þeirra baráttu.

Fjármunum sem stjórnmálaflokkar fá úthlutað af almannafé.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


Ríkisstjórnin hefur ekki verði þess umkomin að átta sig á því að hægt sé að tala krónuna niður.

Ábyrgð ríkisstjórnar í landinu þess efnis að tala íslenska gjaldmiðilinn niður er við upphaf þessarar ríkisstjórnarsamstarfs, eins og til dæmis viðskiptaráðherrann varð uppvís að sem og fleiri aðilar innan Samfylkingarinnar, er eitthvað sem skoða mætti betur í ljósi ummæla viðkomandi.

Svo virðist reyndar sem slegið hafi verið á puttanna á viðskiptaráðherra, varðandi það orðgjáflur sem sá hinn sami viðhafði stöðugt um tíma og ef til vil hefur Seðlabankastjóri eitthvað getað þar lagt hönd á plóginn,

kv.gmaria.


mbl.is Davíð segir að krónan muni ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirmenn í Reykjavík betur launaðir en óbreyttir þingmenn á Alþingi.

Að sjá má eru æðstu yfirmenn Reykjavíkurborgar ofar óbreyttum þingmönnum í launum sem nemur nær fjölda þingmanna á Alþingi Íslendinga.

Afar fróðlegt.

kv.gmaria.


mbl.is 60 með yfir 700 þúsund í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull, ergelsi og firra ?

Sjaldan veldur einn þá tveir deila segir máltækið, og reyndar er það svo að margan fróðleikinn má sækja í málshættina.

Það er hins vegar alveg einstakt með okkur Íslendinga hve ofboðslega fljót við erum að skipta okkur í lið þar sem annars vegar svart og hins vegar hvítt er uppi á borði, ekkert þar á milli, bara svart eða hvítt, gott eða vont.

Oftar en ekki deila menn um það atriði hver fái að sópa gólfið í bænum, þar sem kústurinn er valdasprotinn og hin gífurlega ásókn í það að fá að halda á kústinum er oft og iðulega óskiljanleg því þetta er leiðindaverk í raun, þar sem sópa þarf upp ryki og safna saman.

Hugsanlega er það svo að aukaatriðin verði að aðalatriðum og deilurnar verði að venju fremur en ásóknin í valdasprotann, kústinn.

kv.gmaria.

 

 


Frjálslyndi flokkurinn, málefni og menn.

Frjálslyndi flokkurinn tók í upphafi upp á arma sína baráttu gegn miklu óréttlætismáli í íslensku samfélagi sem er skipan mála við fiskveiðistjórn, þar sem enn þann dag í dag, ríkir mikil ósátt um og stjórnvöld ekki fengist til að endurskoða á þriðja áratug.

Flokkurinn fékk tvo menn kjörna á þing í upphafi en í næstu kosningum tvöfaldaði hann þingmannatöluna og hélt henni í kosningum 2007, þrátt fyrir umrót og breytingar á liðsskipan.

Flokkurinn hóf fyrstur flokka hér á landi að ræða málefni innflytjenda fyrir síðustu kosningar sem var tímabært í íslensku samfélagi sem hafði þá og þegar tekið við miklum fjölda innflytjenda til landsins með frjálsu flæði vinnuafls.

Flokkurinn tók einnig afstöðu með hinum íslenska launamanni á vinnumarkað gagnvart réttlátri skattöku af launum sem og afkomu örorku og ellílífeyrisþega varðandi mörk skattleysis við eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur.

Breytingar urðu á þingmannaskipan frá fyrra kjörtímabili og þeir Grétar Mar Jónsson, Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson urðu þingmenn ásamt formanni flokksins Guðjóni Arnari Kristjánssyni.

Af þingi fóru Magnús Þór og Sigurjón Þórðarson en Magnús Þór er eigi að síður enn varaformaður flokksins.

Grétar og Jón eru nýjir þingmenn en Kristinn hlaðinn reynslu af þingstörfum í mörgum flokkum áður.

Grétar kemur á þing sem sjómaður og Jón sem lögmaður sem eru ólík svið en nýtast vel með víðsýni á mál öll, og báiðir þessir menn eru af störfum sínum í íslensku athafnalífi og stjórnmálum vel að því komnir að ganga erinda fólksins í landinu sem fulltrúar þess.

HVERGI í störfum mínum fyrir Frjálslynda flokkinn hefi ég kynnst " öfgamennsku " sem ráðherra byggðamála bloggar um af hálfu þessara manna, hvergi.

Það hefur hins vegar verið á brattann að sækja að ræða mál sem þarf að ræða í íslensku samfélagi svo sem málefni kvótakerfisins sem og málefni innflytjenda sem og efnahagsmálin og skattaumhverfið þar sem flokkar við stjórnvölinn beita flestum ráðum til að þagga niður gagnrýnisraddir með hverju því móti sem verða má.

Hvers konar ágreiningur innan Frjálslynda flokksins er verkefni til að leysa þar innan dyra, þar sem og  mismunandi áherslur manna í millum ellegar lýðræðisleg skipting verkefna með tilliti til kjördæma, millum þingmanna hverju sinni.

Þar eru og munu verða málefni ofar mönnum.

kv.gmaria.

 


Sundagöng eða Sundabrú, væri ekki ráð að fá ferju ?

Samgöngumál höfuðborgarinnar ganga áfram líkt á dögum hestvagna, enda umferðahnútar þannig á álagstímum að mun heppilegra væri að komast áfram á hestbaki en á bifreið.

Meðan alls konar framfarir hafa átt sér stað utan landmarka höfuðborgar á undanförnum árum hefur ekki tekist að koma á fót alvöru samgönguæðum inn og út úr höfuðborginni, öllum hlutaðeigandi aðilum er að málum koma til mikils vansa.

Meira að segja er verið að byggja Tónlistar og Ráðstefnuhöll meðan menn komast ekki almennilega inn eða út úr höfuðborginni.

kv.gmaria.


Fréttatilkynning úr utanríkisráðuneytinu ?

Hvaðan skyldu heimildir vera upprunnar í þessu efni til handa fréttastofu RUV ?

kv.gmaria.


mbl.is 140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ert þú að vilja upp á dekk hjá okkur Össur ?

Það fer Össuri Skarphéðinssyni ráðherra Samfylkingarinnar illa að tala um "öfgamenn " í Frjálslynda flokknum, úr ráðherrastóli í ríkisstjórn landsins.

Kanski hefur hann gleymt því að hann er ráðherra þegar hann var að blogga en flokkur hans hefur ekki viðrað skoðanir á málefnum innflytjenda frekar en aðrir stjórnmálaflokkar í landinu, og venjulega eru það þeir sem standa fastir í sömu sporum sem tala um aðra sem öfgamenn.

Sjálf hefi ég ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut um það að Kristinn H.Gunnarsson sé að yfirgefa Frjálslynda flokkinn, frekar en aðrir þingmenn hans.

Það er hins vegar tekist á um áherslur og lýðræði og innbyrðis vægi kjördæma  hverju sinni í Frjálslynda flokknum , líkt og í öllum flokkum.

kv.gmaria.


mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzkir smábátasjómenn í útrýmingarhættu ?

Það kom nýlega fram í fréttum að stórkostleg fækkun hefur orðið í stétt smábátasjómanna á Íslandi.

Það má með hreinum ólíkindum telja að stjórnvöld í landinu skuli hafa látið allt til þessa dags, þróun sem þessa ganga fram án aðgerða.

Þar er hins vegar um að ræða hina " heilögu kú " sem er orðin geld og heitir kvótakerfi sjávarútvegs og ekki hefur mátt svo mikið sem hrófla við, til umbreytinga til handa einstaklingsfrelsinu.

Hvergi er hægt að finna eins mikla andstæðu framkvæmdar stefnu eins flokks eins og Sjálfstæðisflokksins , hvað varðar almannahagsmuni og einstaklingsfrelsi til athafna og í kerfisfyrirkomulagi í sjávarútvegi.

Flokkur sem setið hefur við stjórnvölinn í áratugi, hefur ekki lyft litla fingri gagnvart þróun sem þarna á sér stað, í þessu sambandi þar sem þó er um að ræða grunnþátt þess einstaklingsfrelsis til athafna til handa manninum til þess að skapa sér lífsbjörg og vinna þjóð sinni gagn.

Lífsbjörg sem lagt hefur grunn að framförum öllum hér á landi við sjósókn gegnum aldir.

Á þetta hið sama frelsi eru nú lagðar kvaðir og höft þannig að afkomumöguleikar við smáútgerð eru ekki þeir hinir sömu og um stórútgerð væri að ræða, og það sem sorglegast er, markvisst hefur verið unnið að færa kvóta úr höndum smáútgerða til stórútgerða á tíma kvótakerfisins.

Það er þó deginum ljósara að slíkt gengur gegn flestu því sem aðrar þjóðir viðhafa og sökum þess er tilkomið álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til handa okkur Íslendingum.

Sú vanvirðing við íslenzka sjómannastétt  gegnum tíð og tíma sem felst í núverandi þróun mála er alger.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband