Sundagöng eða Sundabrú, væri ekki ráð að fá ferju ?

Samgöngumál höfuðborgarinnar ganga áfram líkt á dögum hestvagna, enda umferðahnútar þannig á álagstímum að mun heppilegra væri að komast áfram á hestbaki en á bifreið.

Meðan alls konar framfarir hafa átt sér stað utan landmarka höfuðborgar á undanförnum árum hefur ekki tekist að koma á fót alvöru samgönguæðum inn og út úr höfuðborginni, öllum hlutaðeigandi aðilum er að málum koma til mikils vansa.

Meira að segja er verið að byggja Tónlistar og Ráðstefnuhöll meðan menn komast ekki almennilega inn eða út úr höfuðborginni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband