Uppgjör við gamla árið.

Fyrir ári síðan var hrunið staðreynd og atvinnuleysi litaði þjóðfélag sem ekki hafði kynnst því svo nokkru nemi lengi.

Hvað mig sjálfa varðar hafði ég í upphafi ársins 2009 fulla vinnu og rúmlega það en brölt mitt á hinum pólítísku vegum í þeim flokki sem ég þá tilheyrði með framboði til formanns og allra handanna uppákomum í kjölfarið varð þess valdandi að ég gekk að lokum úr þeim flokki og til liðs við annað framboð og var sagt upp starfi sem verið hafði aukavinna mín í um það bil ár.

Það var fyrirséð í þessu efni að mínu viti og það að öðlast frelsi frá helsi flokksforystufjötra smáflokks í þessu tilviki eftir að hafa mikið á sig lagt til þess að veita flokki þessum brautargengi, var fyrir mig afskaplega ánægjulegt persónulega eftir þær uppákomur er ég hafði mætt.

Síðla gamla ársins fann ég mér aftur aukastarf áður en til þess kom að skráning í atvinnuleysi yrði raunin, mér til mikillar ánægju.

Baráttan fyrir því að standa af sér storma hefur hins vegar aldrei verið meiri og ég fer ekkert varhluta af því frekar en nokkur annar sem hefur skuldir við fjármálastofnanir sem hækkað hafa upp úr öllu valdi, en því til viðbótar berst ég hatrammri baráttu við úrlausnir til handa mínu barni við það að komast út úr viðjum fíkniefna og geðrænna vandamála sem alla jafna eru fylgifiskur þess hins arna.

Það SKAL takast.

Ég er þeirri áráttu undirorpin að gefast aldrei upp en það skal fúslega viðurkennt að orka líkama og sálar hefur á stundum verið komin á aukatankinn sem aftur sendir skilaboð til líkamans um verki hér og þar og alls staðar.

Ég trúi þvi og treysti að við munum sjá til þess að aftur komi vor í dal á Íslandi en það skiptir máli að hafa skoðun á sinu samfélagi hvar svo sem fólk vill koma þeim hinum sömu skoðunum sínum á framfæri.

Almenningur hvoru tveggja þarf og verður að veita aðhald til handa kjörnum fulltrúum sínum er sitja á þingi á öllum tímum, alveg sama hver fer með valdatauma.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband