Fyrirmyndarríki í aðgerðum þarf að horfa í heimahagann.

Ef Ísland á að vera fyrirmyndarríki í aðgerðum loftslagsmála þá þarf að huga að atvinnuvegum sem heita sjávarútvegur og landbúnaður, þar sem skipulagið hvað varðar notkun og nýtingu lands og sjávar með tilliti til eininga þar að störfum, hefur með að gera sjálfbæra þróun.

Við þurfum að koma okkur út af braut verksmiðjuframleiðslu stóreininga í gömlu atvinnuvegakerfunum, og innleiða frelsi einstaklinganna til atvinnusköpunar að uppfylltum skilyrðum er lúta að minna mengandi tólum og tækjum við framleiðsluferli allt.

Þar með  getum við nýtt landgæði og verndað votlendi sem skiptir miklu máli, ásamt því að vernda fiskimiðin við strendur landsins, með minna álagi af völdum stórvirkra veiðarfæra.

Bættar almenningssamgöngur geta minnkað notkun einkabíla í þéttbýli en hin ýmsu sveitarfélög geta gert ýmislegt í því að skapa sjálf umhverfisvænt samfélag, með skattaívilnun til íbúa til hvatningar hvers konar.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Svandís: Skref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband